Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

gong
gong Notandi frá fornöld 2.274 stig

eru enskir nógu sterkir? (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum
Nú er ég hræddur um að Erikson þurfi að hressa upp á enska liðið ef það ætlar að gera einhverjar rósir á HM, næsta sumar. Mér fannst þeir ekki neitt sérlega sannfærandi í dag á móti hálfvængbrotnu sænsku liði, en þess ber þó að geta að Svíar eru með magnað landslið um þessar mundir. Það eru líka alltaf einhverjar hræringar í enska liðinu, þetta var að vísu vináttuleikur en það er nýtt lið í hverjum einasta leik. Að vísu hafa alltaf einhverjir verið meiddir þannig að það er skiljanlegt....

Aki - Yorke og Bart-Williams (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Nú hefur Strachan boðið í Chris Bart-Williams hjá Nott Forest. Þessi 27 ára gamli maður klárar samninginn í vor og hefur alveg þokkalegan áhuga á að spila í úrvalsdeildinni og ég held hann fari enda hefur hann neitað boði frá Birmingham. Ranieri hefur víst boðið 7 millur í Yorke hjá Man Utd. Eitthvað hefur svosem verið slúðrað um að hann fari bráðlega og gæti alveg eins farið til Chelsea eins og eitthvert annað! Dave Bassett hjá Leicester var voða glaður þegar Aki Akinbiyi skoraði og tryggði...

Hugleiðing (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Horfði á Liverpool og Man júnætid með tveimur púllurum og tveim utd mönnum. Það var snilld. Hélt því reyndar fram að þetta yrði steindautt 0-0 jafntefli og ekki allir sáttir við það. Hef áður sagt að Barthes er ofsa góður í markinu en vandamálið er að hann er eiginlega aldrei þar og Man – menn margir vilja að hann verði bara seldur. Og aumingja Wes Brown. Talinn efnilegasti varnarmaður á Englandi – ever- en ýmislegt að klikka hjá stráknum þessa dagana. Annars hef ég svosem trú á strák,...

sparkvissir landar i útlandinu. (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Íslendingar voru óvenju sparkvissir um helgina í útlandinu. Jóhannes Karl var að vísu ekki með á Spáni og Eiður ekki með Chelsea en Hermann Hreiðarson setti eitt fyrir Ipswich (og eitt í eigið mark – sem var nú varla honum að kenna) og strákarnir í Noregi skoruðu grimmt. Heiðar Helguson er byrjaður og Brynjar Björn reddaði Stoke við ákaflega mikinn fögnuð Guðjóns Þórðar og eru þeir nú í þriðja sæti annarar deildar. Maður er náttúrulega bara glaður þeirra vegna og þjóðarstoltið skín úr...

Doddi litli datt í dý og meiddi sig í fótnum!!! (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Roy Keane meiddi sig eitthvað í hné þegar hann var að hita upp fyrir leikinn gegna Deportivo La Coruna. Spilaði þó leikinn en hefur ekkert verið með síðan, sem betur fer, segi ég sem Leedsari, en óska honum þó góðs bata. Hins vegar verður hann sennilega frá í einar þrjár vikur og getur því ekki spilað með Írlandi gegn annaðhvort Íran eða Sameinuðu arabísku Furstadæmunum þann 10. nóv. í fyrri leiknum um laust sæti á HM. Seinni leikurinn verður annaðhvort í Teheran eða Abu Dhabi þann 15. nóv....

Hverjir eru bestir? Villa?? (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ef einhver hefði sagt mér í lok síðasta tímabils að Aston Villa myndu toppa deildina eftir 10 umferðir í vetur hefði maður nú gargað yfir ruglinu enda eitt lélegasta og leiðinlegasta liðið í fyrra. Hinsvegar eru þeir greinilega í toppformi núna og allir sáttir við að hafa ekki rekið John Gregory, eins og við mátti búast, lengi vel í vor. Hann heldur því þó fram á teamtalk að það þýði ekkert að vera uppi í skýjunum yfir árangrinum því nokkur lið séu alveg jafngóð!! og Villa og ætli sér ofar....

toppslagur - gaman, gaman. (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Horfði á Man Utd taka á móti Leeds í gær. Hafði beðið spenntur og verið með yfirlýsingar (stend í nettum skiptum á skeytum við Manchester-fana á netinu) en var þó dálítið stressaður. Hef fulla trú á mínum mönnum í Leeds en veit svosem alveg hvað Man – kallar geta þegar þeir taka sig til. Spesjalistar á Englandi höfðu skrifað slatta um væntanlega viðureign á Soccernet og fleiri fótboltamiðla og sýndist sitt hverjum en allir virtust viss um að þetta yrði rammur slagur. Sem þetta og varð. Þetta...

Sámur frændi pínir og potar (16 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Nú var Bush, kallinn, að undirrita ný lög og reglur um að kanarnir mættu spæja, nánast að vild, um alla þá sem þeim þykir pínkuponsu grunsamlegir og þeir eru sko slatta margir. Nú má hlera síma og fylgjast með ferðum manna án mikilla heimilda, jafnvel engra, og það er ekki mikið mál í dag á tímum rafrænna boða, þ.e. síma, gemsa, netsins, korta o.s.fr. Svo má taka menn “til skoðunar” að vild. Jeminn góður, ég er ekki mjög hrifinn af þessu. Við lifum á tímum átaka og ótta eða einfaldlega...

pælari og penni (9 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
þetta er ein flottasta grein sem ég hef séð um vestrænar bombur á Afganistan. Þetta er tekið af Silfri Egils á strik.is og greinina skrifaði Pétur Tyrfingsson þann 10.10.2001. Viðsjárverðir tímar Hvert er bandaríska herveldið að fara með okkur? Ræða George Bush í sameinuðu þingi á Kapítólhæðum 20. september markar tímamót. Húsið var fullt af þingmönnum, hermönnum, bírókrötum og gestum. Forsetinn hrósaði fólki á báða bóga, þar á meðal Tony Blair sem sat í salnum bergnuminn. Svo gaf hann...

Spæli trúður og tónlistarveisla. (1 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Í deiglunni eru trúðslæti, kórsöngur, blús og rokk því margt verður um að vera á Ingólfstorgi og á Gauk á Stöng á laugardaginn nk. Er það vegna alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins sem reyndar var á miðvikudaginn sl. undir yfirskriftinni “vinna og geðheilbrigði” en á laugardag er það “vertu með í að rækta þitt geð”. Hefst hann með göngu kl.14 frá Hlemmi að Ingólfstorgi undir lúðrablæstri þar sem fjölskylduhátíð verður haldin. Tjaldbúðum verður slegið upp og félög er koma að málefnum geðfatlaðra...

Málþing og geðfatlaðir (0 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Fyrir þá sem einhvern áhuga hafa á aðstæðum geðfatlaðra, þá er málþing í Norræna húsinu á föstudaginn kl 1-5. Það er um þjónustu við geðfatlaða utan stofnanna og þar sem þau hjá Heilbrigðis- og tryggingarráðuneyti telja að 22% landsmanna þjáist af geðröskunum af einhverju tagi ætti fólk kannski að fara að hugsa sinn gang. Rauði kross Íslands og Félagsþjónustan í Rvk boða til þessa málþings og aðalræðumaður verður Paul O´Halloran frá Sainsbury centre for mental health í London. Þetta þykir...

frakkar í fíling (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Risið upp úr öskustó -Litla og mjóa Amélie leiðir franska endurreisn- Undanfarið ár hafa Frakkar, líkt og Bretar í gegnum árin, sýnt að þeir vilja helst láta mata sig með hraðsoðinni Hollywoodframleiðslu þegar þeir fara í bíó. Síðastliðið ár var algjört flopp í franskri kvikmyndagerð, samdráttur varð um þriðjung í iðnaðinum og Marin Karmitz, framleiðandi litamyndanna þriggja, leikstýrðum að Krzystof Kieslowski, lýsti því yfir að frönsk kvikmyndagerð væri komin í alvarlegar kröggur. En...

cher tælir (0 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Cher að tæla Óskarsverðlaunahafinn, hún Cher (Cherilyn Sarkisian LaPierre), sem orðin er 55 ára er að reyna að tæla hinn 32 ára gamla Brendan Fraser til að leika á móti sér í sinni næstu mynd. Cher er ekki feimin við að lýsa yfir aðdáun sinni á Fraser, sem elt hefur múmíur af miklum móð á undanförnum árum Myndinni ætlar hún að leikstýra sjálf, auk þess að vera í aðalhlutverki. Heitir hún The Enchanted Cottage og er þetta önnur endurgerð sögunnar sem fyrst kom út 1924. Þá sem þögul mynd, með...

skjöldurinn góði (15 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mig langaði bara aðeins að tjá mig um Góðgerðarskjaldarleikinn. Skrapp á Sportkaffi og þar var fullt af Man Utd fönum og Liverpool fönum. Þetta var super skemmtun og vona ég bara að maður fái að sjá meira af svona bolta í vetur. Manchestergaurarnir fengu náttúrulega á sig tvö klaufamörk í fyrri hálfleik, Keane á nú að vita betur en að skella mönnum inni í teig. En þetta var á annari mínútu og menn ekki komnir í gírinn. Seinna marki var nú slys, Stam skrallaði á hausinn og Owen sýndi snilli...

Hoddle í ham (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Glenn Hoddle er að rembast eins og rjúpa við staur að fá menn. Hann hefur viðurkennt dálæti sitt á Dean Richards, varnarmanni Southamton og hefur víst boðið í manninn sem er 27 ára. Richards var með einhverjar yfirlýsingar um “að Spurs væru eitt af sex bestu liðunum í deildinni og kannski gaman að……” svo ekki er talið ólíklegt að hann langi til fyrrum stjóra síns. Hinsvegar eru Southamtonmenn ekkert á því að láta kallinn fara, enda ekkert ánægðir með Hoddle og óska honum væntanlega ekki alls...

byrjað að rúlla knettinum á Englandi (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 3 mánuðum
1. deildin hófst í dag á Englandi. Coventry, með Strachan, vin minn, gargandi á línunni, vann Stockport 2-0 á útivelli með mörkum frá Lee Hughes, hinum glænýja í fyrri hálfleik og CarsleyÍ þeim síðari. Hinn 22 ára sonur framkvæmdastjórans, Gavin Strachan, var á bekknum (tékkaði á því vegna þess að ég sá að varamaður var Strachan, hélt kannski að kallinn vildi inná, vissi ekki betur) og Magnus Hedman var líka á bekknum. Spurning hvað verður um kallangann? Alltaf verið að bendla hann við hin...

Brynja píurama (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Var að horfa á panorama. Ekki varð ég nú hrifinn af þættinum. Hræðilega lítið af nammi í rosa stórum og skreyttum poka. Þetta var allt svo straujað og bónað að það er ekki fyndið. Ég vil fá lítinn og nettan þátt þar sem innihaldið er aðalatriði og grafísku hönnuðurnir geta dúllað sér við annað prógramm. Bara eitthvað sem er tekið upp, svona eins og heima í stofu. Ekkert talað um hvað er á döfinni, bara það sem er að koma á næstu dögum. Þó er það allt í lagi, ég vil bara meira. Gaman að sjá...

Enskir Hollendingar fljúga í hópinn (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hollensku nýliðarnir á Englandi, Van Bronckhorst, Van der Sar, Nistelrooy og Zenden eru allir í hollenska landsliðshópnum sem mætir Englendingum í næstu viku. Talið er að Nistelrooy muni verða í fremstu víglínu ásamt Hasselbaink. Athygli vekur að Frank de Boer og Edvar Davids eru í hópnum. Davids má vera með í vináttuleikjum en ekki alvöru næstu mánuðuna. De Boer má hinsvegar spila alla leiki frá og með (að mig minnir ) 1. sept. Hollenska liðið: Van der Sar (Fulham), Westerveld (Liverpool),...

Holland - England (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Rio Ferdinand er meiddur og missir örugglega af vináttuleik Englendinga við Hollendinga þann 15. ágúst. Jafnvel er talið að hann missi af hinum þýðingarmikla leik við Þjóðverja 1. sept. Erikson ætlaði sér að hafa hann með Campbell þarna aftast (þeas ef Campbell verður hress) en þarf að pæla í breytingum. Það versta er að Rio missir væntanlega af einhverjum leikjum með Leeds. Erikson sendi aðstoðarmann sinn, Tord Grip, til Eistlands þar sem Ipswich er í ferðalagi til að fylgjast með Marcus...

Þá gekk sú rófan, sagði Samúel. (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það gekk þá, hjá honum Strachan, að ná í Lee Hughes frá West Brom. Ekki veit ég kaupverðið nákvæmlega, en allavega var eitt boð uppá 5.000.001 pund. Írski landsliðsmaðurinn Keith O´Neill gekk einnig frá samningi við Coventry í dag, frá Middlesbrough og Strachan er að rembast við að ganga frá samningi við Marokkó búann, Youssef Safri sem spilar með Raja Casablanca. Duglegur, hann Gordon gamli.

Arsenal gæjar (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Kanu segir að ef hann þurfi að verma bekkinn áfram, eins og oftast sl vetur, vilji hann fara aftur til Inter Milan. Þeir hafa víst alveg áhuga á að fá hann til sín. Kanu vill meina að hann eigi skilið sæti í byrjunarliðinu og nennir ekki svona ströggli. Hann ætlar samt aðeins að bíða og sjá hvað verður. Alex Manninger hefur staðfest að hann sé að fara til Fiorentina á lánssamning, og verður þar næstu leiktíð. Svo má geta þess að ofbeldið er að verða leiðinlegt þegar lið ferðast milli landa...

Í fréttum var þetta helst........ (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ferguson segir að Chelsea verði helstu andstæðingar Man Utd í vetur. Viðurkennir að þetta verði mjög erfitt, þeir taki þetta ekki eins létt eins og síðast. Liverpool og Arsenal verði liði sínu skeinuhætt líka og Leeds komi þar á eftir. Ég segi samt, enn og aftur. Áfram Leeds. Robert Prozinecki hefur verið neitað um leikheimild af enska knattspyrnusambandinu. Þeir halda sig ákveðið við sína stífu 75% reglu, þe að hann hefur greinilega ekki náð ¾ leikja króatíska landsliðsins á síðustu tveimur...

Bryan Robson á heimaslóðir? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Bryan Robson hefur verið boðin staða hjá Man Utd, sem aðstoðarþjálfari, eða “ part time coach”, sem útleggst kannski frekar sem “þjálfari í hlutastarfi”. Robson, sem eitt sinn var nú talinn líklegur arftaki Ferguson, hefur eins og allir vita, ekki gengið allskostar vel við stjórnvölinn undanfarin ár. Kannski líður honum betur hjá sínum gömlu félögum. Kallinn er í fríi núna og ræðir þetta við stjórnarmenn þegar hann kemur heim. Thomas Myhre, norski landsliðsmarkvörðurinn, tók ekki tilboði...

fimm millur og eitt pund! (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Gordon Strachan neyddist til að selja John Hartson til Celtic um daginn. Fékk hann 6,5 millur í budduna sem hann sagðist ætla að eyða umsvifalaust í framherja. Nú bauð kallinn fimm milljónir og eitt pund! í Lee Hughes, sem flest neðri deildar lið virðast vera á eftir. Ekki man ég þó til að úrvalsdeildarliðin hafi reynt að fá piltinn. Hann spilar með West Bromwich og setti minnir mig nálægt þrjátíu mörk sl vetur og annað eins leiktíðina þar áður. West Brom vill fá enn meir fyrir piltinn en í...

Sorin í viðræðum við Man Utd (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það kemur víst fram í brasilíska blaðinu “Lance” að umbinn hann Gustavo Mascardi, kallaður “argentínski súper umbinn” sé í viðræðum við Man Utd vegna varnarmannsins Juan Pablo Sorin. Þessi 25 ára piltur er að sjálfsögðu argentínskur landsliðsmaður og spilar nú með Cruzeiro í Brasilíu. Áður spilaði hann með River Plate og Juventus og þetta virðist víst ganga vel, því Cruzeiro eru að reyna að fá Athirson, Juventuskall, aftur til sín til að fylla í skarð Sorin. Argentínumenn eru efstir í Suður...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok