skjöldurinn góði Mig langaði bara aðeins að tjá mig um Góðgerðarskjaldarleikinn. Skrapp á Sportkaffi og þar var fullt af Man Utd fönum og Liverpool fönum.
Þetta var super skemmtun og vona ég bara að maður fái að sjá meira af svona bolta í vetur. Manchestergaurarnir fengu náttúrulega á sig tvö klaufamörk í fyrri hálfleik, Keane á nú að vita betur en að skella mönnum inni í teig. En þetta var á annari mínútu og menn ekki komnir í gírinn. Seinna marki var nú slys, Stam skrallaði á hausinn og Owen sýndi snilli og öryggi þegar hann sett´ann. Poolararnir voru nú sterkari í fyrri hálfleik og eru alveg eitraðir, hafa oft sýnt það þegar þeir eru að dúlla með boltann á miðjunni og svo allt í einu fram og mark. Fowler var nú ekki með en hann er snilli í að afgreiða svoleiðis syrpu. Man Utd var nú bara miklu betra liðið í seinni hálfleik og spiluðu ofsa vel fyrstu 15-20 mín í síðari hálfleik. Fallegt mark og fallegar sóknir. Held að United hafi átt að fá víti í fyrri hálfleik, þegar boltinn fór í höndina á Henchoc (man ekki hvernig skrifað), þetta var nú skot á mark! Ekki svo viss í seinni hálfleik þegar þeir heimtuðu víti, fannst hann fara í brjóstkassann eða öxlina, gat ekki séð að boltinn hefði lent í höndinni. Riise stóð sig vel og er framtíðarstjarna, hann er jú bara 19. Heskey er algjör moli sem leggur upp fyrir strikerana og Westerveld var traustur. Mér fannst Silvestere frábær hjá United. Þessi lið verða greinilega í toppslagnum í vetur og gaman að sjá hvernig mínum mönnum í Leeds tekst upp á móti þessum liðum. Man Utd menn GETA NÚ HUGGAÐ SIG við að þetta var frábær skemmtun.
-gong-