Hoddle í ham
Glenn Hoddle er að rembast eins og rjúpa við staur að fá menn. Hann hefur viðurkennt dálæti sitt á Dean Richards, varnarmanni Southamton og hefur víst boðið í manninn sem er 27 ára. Richards var með einhverjar yfirlýsingar um “að Spurs væru eitt af sex bestu liðunum í deildinni og kannski gaman að……” svo ekki er talið ólíklegt að hann langi til fyrrum stjóra síns. Hinsvegar eru Southamtonmenn ekkert á því að láta kallinn fara, enda ekkert ánægðir með Hoddle og óska honum væntanlega ekki alls hins besta.
En líkur eru á því að landsliðsmarkvörður Bandaríkjamanna, Kasey Keller, sé á leið til Spurs. Hann hefur verið í viðræðum við Besiktas sem strönduðu víst á launamálunum. Hann Yildirim Demiroren, stjórnarmaður Besiktas fullyrðir að Keller sé þegar búinn að semja við lið í úrvalsdeildinni ensku. Þá er það annaðhvort Spurs, þar sem hann yrði væntanlega varskeifa fyrir Neil Sullivan, eða Charlton sem hafa verið að spyrjast fyrir um Keller.

Svo var verið að ýja að því í gær, að íranski landsliðsmaðurinn, Hamed Kavianpour, færi til Newcastle, ef lið hans, Pirouzi í Teherann og Newcastle ná samkomulagi. Ipswich vildi ekki borga tvær millur fyrir hann og Bolton og Hamburger SV hafa líka verið að tékka á honum.