Enskir Hollendingar fljúga í hópinn Hollensku nýliðarnir á Englandi, Van Bronckhorst, Van der Sar, Nistelrooy og Zenden eru allir í hollenska landsliðshópnum sem mætir Englendingum í næstu viku. Talið er að Nistelrooy muni verða í fremstu víglínu ásamt Hasselbaink.
Athygli vekur að Frank de Boer og Edvar Davids eru í hópnum. Davids má vera með í vináttuleikjum en ekki alvöru næstu mánuðuna. De Boer má hinsvegar spila alla leiki frá og með (að mig minnir ) 1. sept.
Hollenska liðið: Van der Sar (Fulham), Westerveld (Liverpool), Waterreus (PSV), van Nistelroy & Stam (Man Utd), Kamphuis (Schalke), Davids (Juventus), Petta (Celtic), Hasselbaink, Melchiot & Zenden (Chelsea), Hofland & van Bommel (PSV), Kluivert, Cocu, Overmars, Reiziger & Frank de Boer (Barcelona), Paauwe & van Hooijdonk (Feyenoord), Landzaat (Willem II), Makaay (Deportivo la Coruna), van Bronckhorst (Arsenal).