byrjað að rúlla knettinum á Englandi 1. deildin hófst í dag á Englandi.
Coventry, með Strachan, vin minn, gargandi á línunni, vann Stockport 2-0 á útivelli með mörkum frá Lee Hughes, hinum glænýja í fyrri hálfleik og CarsleyÍ þeim síðari. Hinn 22 ára sonur framkvæmdastjórans, Gavin Strachan, var á bekknum (tékkaði á því vegna þess að ég sá að varamaður var Strachan, hélt kannski að kallinn vildi inná, vissi ekki betur) og Magnus Hedman var líka á bekknum. Spurning hvað verður um kallangann? Alltaf verið að bendla hann við hin og þessi lið. Var það ekki síðast Everton?

Man. City og Watford áttust líka við. Var mikið talað um leikinn og hann settur upp sem “stríð” milli framkvæmdastjóranna, Kevin Keegan og Vialli. Keegan hafði betur og City vann 3-0 með mörkum frá Eyal Berkovic, Shaun Goater og gamla brýninu Stuart Pearce, sem orðinn er fyrirliði, 39 ára gamall. Robinson, Watfordkall, var sendur útaf á 71. mín vegna tveggja gulra spjalda.