Brynja píurama Var að horfa á panorama. Ekki varð ég nú hrifinn af þættinum. Hræðilega lítið af nammi í rosa stórum og skreyttum poka. Þetta var allt svo straujað og bónað að það er ekki fyndið. Ég vil fá lítinn og nettan þátt þar sem innihaldið er aðalatriði og grafísku hönnuðurnir geta dúllað sér við annað prógramm. Bara eitthvað sem er tekið upp, svona eins og heima í stofu. Ekkert talað um hvað er á döfinni, bara það sem er að koma á næstu dögum. Þó er það allt í lagi, ég vil bara meira. Gaman að sjá brotin úr “sítt að aftan” hjá Filmundi. Jæja, ætlaði ekkert að vera að klaga en fannst þetta bara allt á yfirborðinu. –gong-