toppslagur - gaman, gaman. Horfði á Man Utd taka á móti Leeds í gær. Hafði beðið spenntur og verið með yfirlýsingar (stend í nettum skiptum á skeytum við Manchester-fana á netinu) en var þó dálítið stressaður. Hef fulla trú á mínum mönnum í Leeds en veit svosem alveg hvað Man – kallar geta þegar þeir taka sig til. Spesjalistar á Englandi höfðu skrifað slatta um væntanlega viðureign á Soccernet og fleiri fótboltamiðla og sýndist sitt hverjum en allir virtust viss um að þetta yrði rammur slagur. Sem þetta og varð. Þetta var súper skemmtun og voru mínir menn meira í að verjast en sækja. Eru þó nokkuð skæðir þegar þeir halda fram á völl. Ekki saknaði ég Roy Keane enda er hann aldrei betri en á móti Leeds. Fékk hringingar og sms og skeyti á neti eftir leik um að við værum grísapungar og þetta hefði verið rangstæðu mark hjá Viduka en ég er nú ekki viss um það. Það var á mörkunum, veit ég það, en hann var samsíða tveimur varnarmönnum, Brown og Silvestre, þó brjóstkassinn hafi verið framar! Þetta er matsatriði samkvæmt reglunum og mér fannst hann ekki rangstæður. Svona eitt að þessum atriðum sem er hægt að réttlæta á hvorn veginn sem dæmt er. Mér finnst Silvestre frábær leikmaður en er alveg sáttur við að hann nennti ekki í Viduka, akkúrat þarna. Svo hefði nú ekki verið hægt að væla ef Leeds-Keane hefði verið rekinn útaf, hann fór náttúrulega beint í trýnið á Beckham og það má ekki. Beckham fékk réttilega gult og Keane má vera sáttur við sitt gula. O´leary og Ferguson voru sammála um að þetta hefði alveg mátt vera rautt og líka um það að þetta hafi verið hörkuleikur. Það kom mér á óvart að þegar 10 mín voru eftir hafði Man Utd verið 52% með boltann og Leeds 48%. Hefur þó sennilega eitthvað breyst í lokin enda mínir menn í nauðvörn og Solskjær setti eitt í lokin. Held að Ferguson vilji bara ekki að hann skori fleiri mörk, strákurinn. Hann setur eitt eða tvö í hverjum leik en er aldrei nema 15-20 mínútur inná! Held að við Leedsarar megum vera sáttir við jafnteflið, þó það hefði verið indælt að vinna. Ferguson var nú alveg sáttur við 1 stig úr því sem komið var og allir happy!
Ég er nú fyrir það fyrsta ánægður þegar ég sé skemmtilega leiki, jafnvel 0-0 leiki eins og Leeds og Chelsea sem var frábær. Le Soux má þó vera sáttur við að vera með allan tímann enda sekur um hroðalega líkamsárás sem á ekki að sjást í fótbolta.