Aki - Yorke og Bart-Williams Nú hefur Strachan boðið í Chris Bart-Williams hjá Nott Forest. Þessi 27 ára gamli maður klárar samninginn í vor og hefur alveg þokkalegan áhuga á að spila í úrvalsdeildinni og ég held hann fari enda hefur hann neitað boði frá Birmingham.
Ranieri hefur víst boðið 7 millur í Yorke hjá Man Utd. Eitthvað hefur svosem verið slúðrað um að hann fari bráðlega og gæti alveg eins farið til Chelsea eins og eitthvert annað!
Dave Bassett hjá Leicester var voða glaður þegar Aki Akinbiyi skoraði og tryggði sigur gegn Sunderland. Nú ætla þeir að ræða framtíð piltsins (sem er ofsa glaður líka) en hann hefur nú klúðrað einu og einu færinu og einhver spekúlant á netinu sagði hann lélegasta senter sem spilað hefði í efstu deild á Englandi. Úlfarnir vilja fá hann aftur en fá ekki svo kannski verður kallinn bara kyrr og setur eins og 15 mörk í vetur!
Þetta er slúður af teamtalk.