Fyrir þá sem einhvern áhuga hafa á aðstæðum geðfatlaðra, þá er málþing í Norræna húsinu á föstudaginn kl 1-5.
Það er um þjónustu við geðfatlaða utan stofnanna og þar sem þau hjá Heilbrigðis- og tryggingarráðuneyti telja að 22% landsmanna þjáist af geðröskunum af einhverju tagi ætti fólk kannski að fara að hugsa sinn gang.
Rauði kross Íslands og Félagsþjónustan í Rvk boða til þessa málþings og aðalræðumaður verður Paul O´Halloran frá Sainsbury centre for mental health í London. Þetta þykir mér býsna áhugavert, sérstaklega þar sem þetta endar á panelumræðum sem eru pallborðsumræður eftir því sem ég best veit.
Þar sem Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10.okt ætti maður kannski að fara að hugsa að geðheilbrigði sínu, ekki alltaf nóg að sprikla í fótbolta og pumpa með lóð í hnefa! Svo er aðgangur ókeypis og skráning hjá Rauða krossinum.