Sorin í viðræðum við Man Utd Það kemur víst fram í brasilíska blaðinu “Lance” að umbinn hann Gustavo Mascardi, kallaður “argentínski súper umbinn” sé í viðræðum við Man Utd vegna varnarmannsins Juan Pablo Sorin. Þessi 25 ára piltur er að sjálfsögðu argentínskur landsliðsmaður og spilar nú með Cruzeiro í Brasilíu. Áður spilaði hann með River Plate og Juventus og þetta virðist víst ganga vel, því Cruzeiro eru að reyna að fá Athirson, Juventuskall, aftur til sín til að fylla í skarð Sorin. Argentínumenn eru efstir í Suður Amerísku keppninni og ætla sér á HM í Kóreu/Japan á næsta ári. Drengurinn hefur spilað alla leiki og staðið sig vel. Ekki fengu Man Utd Bixente Lizarazu frá Bayern en Sorin virðist á leiðinni í stöðu vinsti bakvarðar. Þá fer nú Denis Irwin bara að drífa sig, held ég.

Svo má geta þess að Stephen Gerrard, Jamie Carragher og Dietmar Hamann hafa skrifað undir áframhaldandi samning við Liverpool, Houllier til mikillar gleði og ánægju. Þeir ætla að vera til 2005 pg næst á að setjast að samningaborði við þá Owen og Fowler.