Holland - England Rio Ferdinand er meiddur og missir örugglega af vináttuleik Englendinga við Hollendinga þann 15. ágúst. Jafnvel er talið að hann missi af hinum þýðingarmikla leik við Þjóðverja 1. sept. Erikson ætlaði sér að hafa hann með Campbell þarna aftast (þeas ef Campbell verður hress) en þarf að pæla í breytingum. Það versta er að Rio missir væntanlega af einhverjum leikjum með Leeds.

Erikson sendi aðstoðarmann sinn, Tord Grip, til Eistlands þar sem Ipswich er í ferðalagi til að fylgjast með Marcus Stewart. Þykir hann eiga inni séns, strákurinn, eftir alla boltana sem hann setti á síðustu leiktíð.
En hvern á hann að leysa af hólmi?, spyr ég bara.

Owen Hargreaves, Bayern Munchenstrákur var ekki valinn í U-21 árs liðið sem spilar vináttuleik við unglingana hollensku á þriðjudaginn. Talið er að Erikson ætli að hafa hann í liðinu og tryggja drenginn sem enskan landsliðsmann. Miklar vangaveltur voru í vor (eða vetur) um hvaða land hann myndi velja, en hann hefur bæði kanadískan og enskan ríkisborgararétt + að amma hans (eða einhver ættingi) átti ættir að rekja til Þýskalands og voru þjóðverjar eitthvað að sverma fyrir pilti.

Michael Ball, Paul Robinson og Lee Neylor eru meiddir og þess vegna ekki með í U-21 liðinu í þessum vínáttuleik.
Michael Carrick, West Ham og Alan Smith, Leeds eru ekki með U-21 liðinu svo líklegt er að þeir verði í A-landsliðshópnum

21 árs liðið er þannig skipað:

Kirkland (Coventry), Barry (Aston Villa), Johnson (Derby), Upson (Arsenal), Davis (Fulham), Dunn (Blackburn), Greening (Manchester United), Young (Charlton), Bridge (Southampton), Vassell (Aston Villa), Weaver (Manchester City), Chadwick (Manchester United), Jeffers (Arsenal), King (Tottenham), Pennant (Arsenal), Cole (West Ham), Terry (Chelsea), Parker (Charlton), Wright (Liverpool), Prutton (Nottingham Forest), Bramble (Ipswich), Ameobi (Newcastle), Riggott (Derby), Defoe (West Ham), Wilson (Manchester United), Christie (Derby), Taylor (Arsenal).

Gary Megson, stjóri WBA, er ósáttur við að Coventry skyldi hafa náð Lee Hughes. Hann segist hafa misst langbesta center á Englandi, fyrir utan úrvalsdeildina. “Þetta er eins og tjörn þar sem stóru fiskarnir éta þá litlu” segir Megson og klagar. Hressist þegar hann er minntur á að liðið á 5 millur í buddunni og segist ætla að kaupa amk einn góðan leikmann í staðinn.