Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Limer
Limer Notandi frá fornöld 468 stig

Gamli maðurinn og klósettið (11 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Jón var búinn að bíða í þrjú korter. Jón þurfti að skíta, en hann gat ekki skitið því hann var að bíða eftir 24 stundir. 24 stundir var blað sem kom til Jóns í gegnum bréfalúguna á hverjum degi, oftast klukkan ellefu um kvöldið. Jón hafði lesið bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið og beið nú eftir 24 stundum til þess að lesa á meðan hann skiti. 24 stundir var ekki gott morgunblað, reyndar var það lélegt blað en það innihélt góðar slúðurfréttir af ýmsum ævintýrum fræga fólksins. Jón stóð í...

Amma sem kenndi mér karate (28 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Nonni litli sem var bara 9 ára var á leiðinni til ömmu sinnar þegar rauður jeppi keyrði framhjá. Hann var nýfluttur í hverfið og þekkti engan nema foreldra sína og ömmu sína sem bjó rétt hjá. Það var orðið að vana hjá honum að heimsækja ömmu sína um þetta leyti, en þá var hann búinn að fara í bað og borða morgunmat. Heima hjá ömmu sinni mundi hann svo spila við hana bridds og borða nýbakaða kanilsnúða í anda ömmu gömlu, eða ömmu Möndu eins og hann kallaði hana. Þegar hann var nýfluttur í...

Konungur mávanna og prumpið hans (7 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Ísland. Höfuðborgarsvæðið. Kópavogur. Fyrir utan BYKO. Tveir gamlir smiðir eru að reykja tóbak og drekka morgunkaffið. Veðrinu fer nú bara versnandi. Já, það er víst. Samþykkir sá eldri. Gamli maðurinn puffar smók á meðan sá eldri fær sér sopa. Skýin eru að verða þykkari og sólin sest fyrr en áður. Já, það er víst. Tekur sá gamli undir og lítur svo snöggt og skömmustulega niður. Þetta var ekki fyrsta skiptið sem hann hafði óvart endurtekið setningu sá eldri í svipuðum tón. Sá eldri horfir...

klappa hund, stunda brund (15 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Bíltankurinn fylltist af bensíni. Drjúgðu andann rólega svo að við þurfum ekki að grafa annað nýfætt barn sem deyr við fæðingu. Skóhornin. Jæja, Jææææja….Jæjajá…..æja….æjæj….jájájæja……jamm. jamm. ég sagði jamm.Það liggur augum opið að skæri vinnur blaðið og blaðið vinnur steininn sem vinnur skæri sem vinnur steininn sem að blaðið vann við skæri, blað. Innkaupalistinn. Það virðist vera kviknað í húsinu þínu gamla flón, ekki ætla ÉG að bera þig út. Góðan daginn, ég nota Ajax því Ajax notar...

Mitt heimska ljóta holla ljóð (1 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Tístrar þarna titrandi mús, teikna ég nú stökkvandi lús. Hendi til hennar stórri krús, þarna er mitt litla… bygging. Hoppa ég ofan á hest, heiðin er rofin af stórri lest. Puttinn minn hann pínandi sest, hitti ég nú gamlan… mann sem að predikar fyrir fólki um trúarmálefni. Dauðinn er sá sem að drýgur hór, dansar þar heimskur og mjór. Brosandi fallegi beiski sjór, sýp ég nú á mínum… drykk sem er gulgrænn á litinn og gerir mann kærulausann og graðann og hættulegan undir stýri og maður vaknar...

þvagsýra úr nefhárinu... (8 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Þegiðu þegar þú átt að svara, drengjaafífl! Þekkirðu ekki reglurnar? Drekafluga. Já, nei það sem að hún var að tala um kom ekki fyrr en að lyftiduft. Rosalega, svakalega, afskaplega og bróðir þeirra ofboðslega. Nei, veistu ég held ég bara… Nei, veistu ég held ég bara… Nei, veistu ég held ég bara… ég held ég bara… ég held… ég bara… Þekkirðu leiðina til Heiðars Jóseps, eins og lagið gamla góða…. ha….. er það ekki, þú segir það? Jæja. Sinnepsduft kom með kalda verðinu sem hækkaði um níutíu...

, en ég lifi óttann (1 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Upptekinn Upptekinn af stelpunni sem ég reið fyrst. Upptekinn af stelpunni sem ég fann fyrst fyrir, kramin undir líkama mínum. Upptekinn. Hvíslaðu að mér hvað þú heyrir og ég skal segja þér hvað þú segir. Hvíslaðu að mér hvað þú heyrir og ég skal segja þér hvað þú segir. Hvíslaðu að mér hvað þú heyrir og ég skal segja þér hvað þú segir. O.s.frv.O.s.frv.O.s.frv. Flóttinn er mjög erfiður, jafnvel erfiðari en óttinn. Þegar ég fer á fætur þá bursta ég á mér tennurnar, fæ mér að borða og síðan...

Vörubílamiðstöð sem brennur hraðar en uss... (0 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Reyndu bara að sleppa þótt þú viljir ekki detta. Rautt tungl blátt köngull sem komst burt. Þrátt fyrir augljós einkenni eru þau farin að sýnast vera augljós einkenni. Í gær kom ekki fyrr enn í morgunn, ég man það því að þá var sumar eins og er núna en ekki gleyma því aftur. Sunnudagskremið er ekki orð. Það að vera er ekki endilega það að sauma út flygill sem minnir á fugl sem fleygir frá sér öllum flugum eða flýgur eins og B. Rauða Nían er aldrei of langt frá hjartanu því annars væri ekkert...

Fljótur að gera svo þú munir vera (0 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hentu frá þér vopnunum og stígðu inní raunveruleikann. Hornin skaða heilann þinn líka, ekki bara andstæðinga þína. Hlauptu burt áður en þú gleymir því og hverfur frá þér svo að sólin skíni skærar en skugginn þinn leyfir. Þar sem veðrið skiptir ekki máli mun haninn gala og augun opnast. Stundum er eins og sandur. Freðna nefið dróg hann svo að kuldinn myndi ekki særa hann meir. Forvitni gaf kettinum tilgang til að lifa. Regnbogatár er hallærislegt orð. Virðulegt athæfi er óvirðulegt. Stundum...

The School of Rock (22 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 1 mánuði
The School of Rock fjallar um trygglynda rokkarann Dewey Finn (Jack Black) sem þráir að meika það. Því miður (?) verður honum rekið úr rokkhljómsveit sinni og fljótt síðar heimta sambýlisleigendur hans að hann fái sér vinnu svo hann borgi sinn skerf leigjunnar til tilbreytingar. Dewey tekur það upp að þykjast vera besti vinur sinn, (og sambýlisleigjandi) forfallakennarinn Ned Schneebly þegar Ned verður boðið (án vitneskju hans) að taka við slösuðum kennara í einum besta grunnskóla landsins....

Lost in Translation (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Lost in Translation fjallar um kynni tveggja ameríkumanna í höfuðborg hinnar undarlegu Japan, Tókýó. Leikarinn Bob Harris (Bill Murray), sem þrjáist af grá fiðringnum, fer til Tókýo til að leika í viský auglýsingu sem hann fær heilar $2 milljón fyrir. Hann lendir fljótlega í menningarsjokki enda er hátternið þar öðruvísi en fyrirfinnst vestanhafs. Hin tuttugu-og-eitthvað ára gamla Charlotte (Scarlett Johansson) er í borginni með eiginmanni sínum, sem er velheppnaður, vinnualka ljósmyndari....

Cidade de Deus/City of God (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Brazilíska kvikmyndin Cidade de Deus eða City of God fjallar um ljósmyndarann Rocket sem endursegir æsku sína þegar hann ólst upp í fátækra hverfum Rio de Janeiro. Fátækrahverfin eru hættuleg og eru morð, rán og önnur slík afbrot sjálfsagður hlutur. Við kynnumst mörgum skrautlegum karekterum og sögum þeirra, fylgjumst náið með klíkustríðum á milli tveggja klíkna og sjáum hvernig hverfin og íbúarnir þróast í enn verri stöður. Þessi frábæra mynd sem segir ótrúlega sögu sem er byggð á sönnum...

"Hugamyndin" umtalaða (24 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Að sameina þá kvikmyndaunnendur sem fyrir finnast á huga og gera kvikmynd eða stuttmynd hefur lengi verið umræðuefni hér á kvikmyndagerð (nýlega var skrifuð grein af huganum Cid). Hugarar berjast um að fá að leikstýra, skrifa sjá um hitt og þetta o.s.frv. en aldrei hefur þetta gengið upp. Persónulega hef ég aldrei tekið þátt í þessum umræðum og alltaf litið á þetta sem frekar vonlaust mál og tel ég bara að það mundu fáir sem engir mæta vegna þess að flestir mundu ekki vera undir neinni...

Mystic River (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Erfitt er að skrifa um söguþráð myndarinnar án þess að eyðileggja smá þeirri mögnuðu stemninguna sem fylgjir henni, þeir sem vilja koma algjörlega ferskir inn á myndina ættu ekki að lesa meir. ——VARÚÐ hugsanlegur Spoiler—— Mystic River er dramatískur glæpa harmleikur sem fjallar um æskuvinina þrjá Sean, Dave og Jimmy sem voru eitt sinn góðir vinir en sundruðust frá hvort öðrum með tímanum. Þeir kynnast hvort öðrum upp á nýtt þegar 19 ára gömul dóttur Jimmy finnst hrottalega myrt. Sean (Kevin...

Ying xiong (Hero(2003)) (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Kínverska kvikmyndin Hero eða Ying xiong fjallar um bardagamanninn nafnlausa (Jet Li) sem hefur fengið það verkefni frá konungi Norðurhéraðs Kína að útrýma þrem helstu óvini hans. Myndin byrjar á því að nafnlausi bardagamaðurinn hefur snúið við eftir velheppnað verkefni og fær þann heiður að sitja nálægt konunginum, heiður sem enginn, fyrir utan nokkrir ákveðnir, hafa hlotið. Konungurinn biður nafnlausan að segja honum frá því hvernig honum tókst að ljúka þessu ótrúlega erfiðu verkefni....

Kill Bill; Flopp eða snilld?...líklegast snilld (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Kvikmyndagerðamaðurinn og kvikmyndaunnandinn Quentin Tarantino sem hefur lítil látið á sig bera síðan Jackie Brown '97 ætlar að gefa frá sér nokkrar áhugaverðar myndir næstu árin. Tarantino (eins og allir ættu að vita) er einn af helstu kvikmyndagerðamönnum seinasta áratugs (og aldar). En þótt að hann hefur það orðspor sem einn helsti kultkvikmyndagerðamaður samtímans hefur hann hingað til aðeins leikstýrt þrem kvikmyndum (ég tel það vera óþarfi að nefna þær) en hinsvegar skrifað a.m.k sjö...

The Thin Red Line (21 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Kvikmyndin The thin red line frá árinu 1998 fjallar um stóran hóp af hermönnum í seinni heimstyrjöldinni sem eru faldir því verkefni að yfirtaka bækistöð japana á eyjunni (eða hjá(?)) Guadalcanal. Fylgst er náið inn í líf nokkura hermannana þar sem við kynnumst bakgrunni þeirra og sterkum tilfinningum. Flestum, ef ekki öllum, hermönnunum hafa enga trú á stríðið og vilja komast, sem fyrst heilir á húfi til heimili sinna en neyðast til að taka þátt vegna herskyldu. Kvikmyndin sleppir engum...

And Then There Were None (1945) (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Tíu manneskjum er boðið á einangraði eyju af ókunnugum gestgjafa. Um kvöldið, eftir að þau eru búin að koma sér vel fyrir í hússetri eigandans, komast þau fljótt að eftirfarandi: Þau eru föst á eyjunni yfir helgina, þau hafa öll leyndarmál sem inniheldur morð af þeirra hálfu og að gestgjafinn (sem ekki hefur látið sjá sig) ætli að myrða þau eitt af hvoru öðru. Fyrst að eyjan er afar lítil þá uppgötva þau að morðingjinn/gestgjafinn hljóti að vera einn af tíu gestunum, en hver? Eina von þeirra...

Touch of Evil (1958) (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
HUGSANLEGIR SPOILERAR. Mexókóski fíkniefnalögreglumaðurinn Mike Vargas (Charlton Heston) neyðist til að láta brúðkaupsferðina sína bíða á meðan hann rannsakar dauða auðugs bandarísks stjórnmálamanns sem dó í bílsprengju á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann uppgötvar að spillti bæjarfógetinn Hank Quinlan (Orson Welles) plantaði sprengjunni en þessi uppgötvun setur líf hans og eiginkonu í hættu sem er um leið ógnað af glæpönum bæjarins. Þessi ótrúlega film-noiríska kvikmynd eftir Orson...

Blood Simple. (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Abby (Francis McDormand) er orðin leið á eiginmanni sínum og bareigandanum Julian (Dan Hedya) og heldur framhjá honum með Ray, sem vinnur á barnum hans. Julian kemst fljótt að þessu og ræður einkaspæjarann Loren Visser (M. Emmet Walsh) til að drepa þau. En svo virðist sem Visser hafi stærri áætlanir í huga sem leiða fram flókin vef af svikum, morðum og óþægilegum afleiðingum. Blood Simple er fyrsta kvikmynd Coen bræðrana, en þetta er einnig fyrsta kvikmyndin sem Francis McDormand leikur í og...

Orsök og afleiðingar. (4 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Fimm mánuðum frá þeim degi sem þessi saga er skrifuð var feitlaginn maður að nafni Jón að loka verslun sinni á Laugavegi seint um kvöldið og stefndi hann á það að fara á Subway og fá sér 12 tommu kjötbollubát. Er hann gékk framhjá lækjargötu stöðvaði róni hann og bað hann um að lána sér 200 krónur. Jón sem er hræddur við skítugt fólk gaf honum umsvifalaust 200 krónur og hélt áfram sína leið. En þegar hann var aðeins nokkrum skrefum frá Subway fattaði hann að hann þurfti þessar 200 krónur og...

In the Company of Men (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
In the company of men fjallar um tvo vini hinn miskunarlausa og illræmda Chad (Aaron Eckhart, hefur leikið í flestum Neil LaBute myndum) og aumingjalega samt góðhjartaða Howard (Matt Malloy, flestum Hal Hartley myndum) sem lenda báðir í því að verða sparkaðir af kærustum sínum. Í biturleika sínum stingur Chad upp á leið fyrir þá til að hefna sín á “illa” fyrirbærinu konur. Þeir áætla að finna ungan saklausan kvennmann, bjóða henni báðir út (í sitthvoru lagi), láta hana verða hrifin á báðum,...

In a Lonely Place (1950). (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
In a lonely place fjallar um handritshöfundinn Dixon Steele (Humphrey Bogart) sem hefur haft vandamál við ofbeldishneigð sína og þegar kona verður myrt hrottalega sömu nótt og hún var í heimsókn hjá honum er Dixon fyrstur til að vera grunaður. Fallegi nágranni hans hún Gloria Grahame (Laurel Gray) lýgur að lögreglunni því að hann hafi verið með honum alla nótt því hún trúir á sakleysi hans. Gloria og Dixon falla fyrir hvort öðru og byrja saman. Um tíma verða þau mjög hamingjusöm þangað til...

28 Day's Later. (28 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum
Myndin 28 Day's Later fjallar um Jim, ungan mann sem vaknar á spítala í London eftir um 28 daga (eða lengri) langan svefn. Hann kemst fljótt að því að borgin er tóm og virðist sem hans sé eina manneskjan í London. Lukulega finnur hann nokkra lifendur sem útskýra fyrir honum að bráðsmitandiveira, sem breytir mönnum í svona zombie's eða skrímsli, hefur smitað talsvert marga og eru þau líklegast með fáu ósmituðu verunum á landinu. En hópurinn gefur ekki upp alla von því þau frétta að herdeild í...

Fæðing klámsjúklings? Saga 2: Hvítt hár. (8 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Labb, labb. Þau ganga inn og loka á eftir sér. Hún er klædd í rauðum hórulegum kjól en hann er léttklæddur. Hún sest niður og klæðir sig úr litlum svörtum jakka. Hún er afar falleg en hefur dökka hárkollu og dekkri og styttri hár undir og honum finnst að hún hefur afar sakleysislegan og fallegan svip. Hann sest í sófalegan stól sem hvert herbergi í mótelinu hafði og kveikir á sígarettu. Reykir þú? spyr hann. Nei, svarar hún, ég er á móti þeim. Hann slekkur á sígarettunni og spyr hana hvort...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok