Að sameina þá kvikmyndaunnendur sem fyrir finnast á huga
og gera kvikmynd eða stuttmynd hefur lengi verið umræðuefni
hér á kvikmyndagerð (nýlega var skrifuð grein af huganum
Cid). Hugarar berjast um að fá að leikstýra, skrifa sjá um hitt
og þetta o.s.frv. en aldrei hefur þetta gengið upp. Persónulega
hef ég aldrei tekið þátt í þessum umræðum og alltaf litið á
þetta sem frekar vonlaust mál og tel ég bara að það mundu
fáir sem engir mæta vegna þess að flestir mundu ekki vera
undir neinni stjórn og þar af leiðandi sjá engan tilgang að taka
þátt. Mér datt samt í hug smá hugmynd sem gæti leitt til þess
að fleiri gætu látið ljós sitt skína. Hvað með að við (eða þið,
ekki viss hvort ég mundi vilja reyna taka þátt) munduð gera
kvikmynd sem saman stendur af fjórum til fimm mismunandi
stuttmyndum eftir mismunandi “amateur”
kvikmyndagerðamönnum. Þá meina ég að kvikmyndin væri
eins og myndir á borð við New York Stories eða Four Rooms
nema bara ódýr og nokkurs konar æfing fyrir þá upprennandi
kvikmyndagerðamenn sem stunda huga. Við mundum finna
fimm mismunandi leikstjóra, handritshöfunda, leikara o.s.frv.
(sem eru bestir í því fagi eða með mestu reynsluna) til að
gera hvora stuttmynd fyrir sig og þá telji líklegri að fleiri mundu
vera ánægðir í stað þess að velja einn “harðstjóra” til að
stjórna öllu plús það held ég að við mundum aldrei komast
að niðurstöðu um hver það ætti að vera, líklega erfiðara að
finna einn til að leikstýra heldur en fimm eða fjóra. Það er líka
auðveldara að gera nokkrar stuttmyndir en að gera eina
kvikmynd. Ég er ekki viss hvort að við mundum einhvern tíman
taka það á okkur að hittast og ákveða þetta eða gera en mér
finnst þetta þó gera drauminn raunverulegri. Hvað finnst
ykkur?