Ísland. Höfuðborgarsvæðið. Kópavogur. Fyrir utan BYKO. Tveir gamlir smiðir eru að reykja tóbak og drekka morgunkaffið.
Veðrinu fer nú bara versnandi.
Já, það er víst. Samþykkir sá eldri.
Gamli maðurinn puffar smók á meðan sá eldri fær sér sopa.
Skýin eru að verða þykkari og sólin sest fyrr en áður.
Já, það er víst. Tekur sá gamli undir og lítur svo snöggt og skömmustulega niður. Þetta var ekki fyrsta skiptið sem hann hafði óvart endurtekið setningu sá eldri í svipuðum tón. Sá eldri horfir fram fyrir sig, munnurinn sviplaus en andlitið glottandi.
Svo lengi sem það rigni ekki. Bætir sá gamli við. Sá eldri segir ekkert.
Tapsár fær sá gamli sér volgan sopa.
Eldri opnar munninn og gamli lítur á hann.
Ætli maður fresti ekki því að fara eitthvað út á land um helgina. Andvarpar hann.
Ég býst við því.
Haaaaaah (!).
Jújú mikið rétt!
Báðir fá sér sopa og svo smók.
Nokkrum kílómetrum frá, í fossvoginum er minniháttar bílslys.
Skýin byrja að úða smá á gömlu mennina sem bakka að veggnum og undir hluta þaksins sem virðirst skýla þá en gerir það að engu leyti því þeir standa á móti vind.
Yngri maðurinn gengur að þeim.
Sælir veri menn! Segir hann kurteis og ákveðinn.
Gömlu mennirnir fyrirlitu þann yngri og öfunduðu. Hann var ungur og myndarlegur en þeir gamlir og ljótir.
Daginn. Svara þeir einróma. Sælir veri menn var heilsa seinasta mánaðar.
Það virðist ætla að rigna í dag.
Gömlu mennirnir segja ekkert. Sá eldri lítur í hina áttina og fær sér smók á meðan sá gamli lyftir augabrúnum og fær sér sopa.
Gamla manninum fannst auðveldara fyrir sig að hafa þann yngri í hópinn og naut þess að lítillækka hann með þeim eldri. Þessar tilhneigingar hafði hann engan áhuga á að kryfja. Sá eldri veit að sá gamli er glottandi án þess að líta á hann.
Hvað segir þú svo gott í dag? Spyr sá eldri þann yngri í vinalegum tón. Glottið stekkur af munni sá gamla yfir til þann yngri.
Ég hef það bara mjög fínt þakka þér fyrir.
Flott, flott. GOTT að heyra. Segir sá eldri háðslega. Glottið snýr aftur til upphaflega eigandans. Nú glotta báðir gömlu mennirnir eins og þeir gerðu alltaf þegar sá yngri mætti í vinnuna með þreytt lúinn augu, illa greiddur og andfúll, óaðlaðandi eins og þeir.
Yngri manninum leið illa. Hann var góður maður og átti ekki skilið að fá svona meðferð. En þrátt fyrir að vera yngri þá var hann að mörgu leyti eldri en þeir því hann fyrigaf þeim og vissi að þeir reyndu að buga hann því sjálfir voru þeir löngu bugaðir. Að það litla ljós sem eftir var í þeim var vel falið bakvið biturleikann sem þeir uppskeru frá þeim fræum sem þeir sáðu. Þeir vildu að hann óttaðist þá og hann gerði það, sjálfir óttuðust þeir svo margt að stundum fannst honum eins og hann væri að gera þeim greiða. Stundum þóttist hann meira að segja vera mun sárari en hann raunverulega var einungis til þess að gleðja þá.
Það byrjaði að rigna þungum dropum.
Jæja, best að fara að koma mér. Segir sá yngri og gengur inn.
Gömlu mennirnir standa kyrrir í nokkrar sekúndur. Sá gamli lítur brosandi á þann eldri og horfir á hann, leyfir honum vita að hann sé dást að honum.
Vinnan kallar býst ég við (?).
Ég ætla að klára rettuna.
Sá gamli blikkar augum og kinkar kolli, snýr sér við og gengur inn.
Skýin voru þykk og morguninn svartur. Aleinn út í rigningunni notar sá eldri tækifærið til að prumpa. Prumpið var svipað honum sjálfum: Skammlíft, mengandi og lyktaði illa.