Kvikmyndagerðamaðurinn og kvikmyndaunnandinn Quentin
Tarantino sem hefur lítil látið á sig bera síðan Jackie Brown
'97 ætlar að gefa frá sér nokkrar áhugaverðar myndir næstu
árin. Tarantino (eins og allir ættu að vita) er einn af helstu
kvikmyndagerðamönnum seinasta áratugs (og aldar). En þótt
að hann hefur það orðspor sem einn helsti
kultkvikmyndagerðamaður samtímans hefur hann hingað til
aðeins leikstýrt þrem kvikmyndum (ég tel það vera óþarfi að
nefna þær) en hinsvegar skrifað a.m.k sjö handrit.
Samkvæmt Empire og IMDb verður þetta ár (2003) og næsta
ár (2004) merkt af þrem nýjum myndum hans, þau eru Kill Bill:
Volume 1 og 2 og stríðsmyndin Inglorious Bastards sem
verður (?) byggð á samnefndri kvikmynd frá ´77. Það eru
margir sem telja að KiIll Bill (1 og 2) eigi eftir að verða
hörmulegar, en ég sé enga eða litla mögulega ástæðu fyrir
því að það gæti gerst og rök mín fyrir því eru eftirfarandi: í fyrsta
lagi þá er söguþráðurinn og kung fu stíllin afar lofandi og
ótrúlega flottur. Í öðru lagi er þetta kvikmynd eftir Quentin
Tarantino, sem hefur eytt seinustu fimm eða sex árin í að
skrifa þetta handrit (reyndar ekki bara þetta handrit en samt)
sem á að vera í sömu upplagningu og bækur (kaflar og þess
háttar). Í þriðja lagi þá hefur hann tilkynnt það að það verður
engar hallærislegar tölvubrellur heldur í staðin gerir hann
teiknaðar Anime senur til að fylla upp í erfiðu atriðin. Í fjórða
lagi þá verða vondu skósveinarnir, japanar í svölum svörtum
jakkafötum og svörtu lakkrísbindi (eins jakkaföt og hann
notaði í RD og PF) og með svona Robin (“einka”vinur
Batmans) grímur og samuraii sverð. Það eina sem setur
hálfgerðann svartan blett á Kill Bill er að það á víst ekki að
vera mikið af dæmigörðu, klassískum Tarantino samtölum
heldur á því miður frekar lítið að vera sagt í þeim. Ég er alla
vegna afar bjartsýnn í sambandi við þessar myndir og
“comeback” framtíð Quentin Tarantinos, en hvað segi þið?
Haldið þið að Kill Bill eigi eftir að vera snilld eða flopp?