Tíu manneskjum er boðið á einangraði eyju af ókunnugum
gestgjafa. Um kvöldið, eftir að þau eru búin að koma sér vel
fyrir í hússetri eigandans, komast þau fljótt að eftirfarandi: Þau
eru föst á eyjunni yfir helgina, þau hafa öll leyndarmál sem
inniheldur morð af þeirra hálfu og að gestgjafinn (sem ekki
hefur látið sjá sig) ætli að myrða þau eitt af hvoru öðru. Fyrst
að eyjan er afar lítil þá uppgötva þau að
morðingjinn/gestgjafinn hljóti að vera einn af tíu gestunum, en
hver? Eina von þeirra er að komast að hver það er áður en
þau verða öll myrt, en það er erfitt þegar allir gruna alla.

Þessi spennandi, dularfulla kvikmynd skrifuð af Agatha
Christie, drottningu spennusagna, er einmitt það sem ég
vonaðist að Gosford Park mundi vera. Þessi mynd er ekki
bara ótrúlega góð heldur er einnig ótrúlega gaman af því að
horfa á hana, hún er sönn skemmtun sem maður lifir sig vel
inn í. René Clair leikstýrir afar vel og á hann sannarlega hrós
skilið fyrir það. And Then There Were None er afar sjaldséð
og til á örfáum stöðum á landinu ég fann hana hinsvegar fyrir
miklum tilviljum í Videoheimum í Grafarvogi og mæli ég fyrir
ykkur kvikmyndaunnendur að leigja hana.