HUGSANLEGIR SPOILERAR.

Mexókóski fíkniefnalögreglumaðurinn Mike Vargas (Charlton
Heston) neyðist til að láta brúðkaupsferðina sína bíða á
meðan hann rannsakar dauða auðugs bandarísks
stjórnmálamanns sem dó í bílsprengju á landamærum
Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann uppgötvar að spillti
bæjarfógetinn Hank Quinlan (Orson Welles) plantaði
sprengjunni en þessi uppgötvun setur líf hans og eiginkonu í
hættu sem er um leið ógnað af glæpönum bæjarins.

Þessi ótrúlega film-noiríska kvikmynd eftir Orson Welles er án
vafa með betri myndum sem hafa verið gerðar. Hún er einnig
afar byltarkennd því að byrjunaratriðið (sem er um 20 mínútur)
er eitt lengsta byrjunaratriði í sögu kvikmyndagerðar. Í Touch
of evil notast Orson stundum við eltiskot (þegar myndavélin
eltir leikarana) en það hafði sjaldan (eða aldrei (?)) verið
notað á þessum tíma.

Touch of Evil er mögnuð klassísk spennumynd sem gaman
er að fylgjast með og mæli ég að sjálfsögu eindregið með
henni.