Kínverska kvikmyndin Hero eða Ying xiong fjallar um
bardagamanninn nafnlausa (Jet Li) sem hefur fengið það
verkefni frá konungi Norðurhéraðs Kína að útrýma þrem
helstu óvini hans. Myndin byrjar á því að nafnlausi
bardagamaðurinn hefur snúið við eftir velheppnað verkefni og
fær þann heiður að sitja nálægt konunginum, heiður sem
enginn, fyrir utan nokkrir ákveðnir, hafa hlotið. Konungurinn
biður nafnlausan að segja honum frá því hvernig honum tókst
að ljúka þessu ótrúlega erfiðu verkefni. Nafnlaus lýsir fyrir
honum hvernig hann snéri og blekkti bardagameistarana
“Fljúgandi snjór”, “Broken Sword” og “Sky” með því að vekja
upp óþægilegar minningar og gera þau tilfinningalega
óstöðug.

Þessi ótrúlega góða og snilldarlega velgerðamynd hefur verið
heiðruð á hátíðum á borð við óskarnum (besta erlenda
kvikmynd) og á Berlínsku kvikmyndahátíðinni (tilnefnd til
Gillbjörnsins og vann Alfred Bauer verðlaunin). Þetta
meistaraverk er svipuð bæði Crouching Tiger, Hidden Dragon
og Rashomon, sem er afar góð samstæða.
Rottentomatos mælikvarðinn á myndinni er 100% fresh (9
gagnrýnendur) og almenningurinn á IMDb gáfu 8.1 (yfir 3.000
manns). Allir kvikmyndaunnendur ættu að sjá þessa mynd og
stunda þessa frábæru kvikmyndahátíð sem er í gangi.