In a lonely place fjallar um handritshöfundinn Dixon Steele
(Humphrey Bogart) sem hefur haft vandamál við
ofbeldishneigð sína og þegar kona verður myrt hrottalega
sömu nótt og hún var í heimsókn hjá honum er Dixon fyrstur til
að vera grunaður. Fallegi nágranni hans hún Gloria Grahame
(Laurel Gray) lýgur að lögreglunni því að hann hafi verið með
honum alla nótt því hún trúir á sakleysi hans. Gloria og Dixon
falla fyrir hvort öðru og byrja saman. Um tíma verða þau mjög
hamingjusöm þangað til Gloria kynnist ofbeldishlið Dixons og
fer að gruna um að hann sé sekur.

Þessi flotta Film-noir mynd er eftir leikstjórann Nicholas Ray
sem leikstýrði einnig listaverkið Rebel without a cause þar
sem kyntáknið James Dean sló í gegn. Humphrey Bogart var
búinn að leika í myndum eins og Casablanca, Big Sleep og
fleiri meistaraverkum sem gerðu hann að goðsögn en það
má segja að In a Lonely Place sé eitt af loka snilldar
hlutverkum hans. Þetta er afar góð mynd en þegar ég leigði
hana lenti ég fyrir því óhappi að lesa aftan á hulstrið þar sem
stóð hvernig hún endaði. Það eyðilagði fyrir mér næstum alla
ununina við að horfa á þessa mynd sem ég hafði lengi viljað
sjá. Rottentomatos gáfu hana 100% fresh.