The School of Rock fjallar um trygglynda rokkarann Dewey
Finn (Jack Black) sem þráir að meika það. Því miður (?)
verður honum rekið úr rokkhljómsveit sinni og fljótt síðar
heimta sambýlisleigendur hans að hann fái sér vinnu svo
hann borgi sinn skerf leigjunnar til tilbreytingar. Dewey tekur
það upp að þykjast vera besti vinur sinn, (og
sambýlisleigjandi) forfallakennarinn Ned Schneebly þegar
Ned verður boðið (án vitneskju hans) að taka við slösuðum
kennara í einum besta grunnskóla landsins. í fyrstu ætlast
Dewey að láta kennslutímana flakka aðgerðulausa framhjá
en þegar hann kemst að því að þessir tíu ára krakkar sem
hann er að kenna eru vægast sagt afar góð á hljóðfæri þá fær
hann “léttgeggjaða” hugmynd…

Ég myndi ekki hika við það að setja The School of Rock inn á
einn af tíu bestu kvikmyndum 2003. Hún hefur allt það sem
góð grínmynd í þessum flokki gæti mögulega haft, enda er
þetta mjög góð samsetning, með Jack Black í aðalhlutverk,
Richard Linklater (Dazed and Confused, Waking Life) sem
leikstjóra og Mike White (Orange County, Good Girl) sem
handritshöfund. The School of Rock er alls ekki einhver
dæmigerð, léleg, klisjukennd grínmynd einsog, við fyrstu sjón,
maður gæti haldið. Þrátt fyrir það að vera mjög fyndin þá var
hún mikið meira en það, það mætti eiginlega segja að það
gerist ekki betra hvað svona myndum (myndir sem fyrst og
fremst eiga að skemmta) varðar. Hún hafði líka huggulegan
boðskap í för með sér, þótt að maður hafði oft séð hann áður
þá hefur hann sjaldan komið eins vel framm og hann kom í
þessari mynd. Leikstjórnin, myndatakan og leikurinn voru líka
eftirtektaverð. Ég myndi mæla með þessari mynd fyrir alla, þótt
þið séuð einungis að leita að skemmtun eða eftir eðal
kvikmyndagerð.