Lost in Translation fjallar um kynni tveggja ameríkumanna í
höfuðborg hinnar undarlegu Japan, Tókýó. Leikarinn Bob
Harris (Bill Murray), sem þrjáist af grá fiðringnum, fer til Tókýo
til að leika í viský auglýsingu sem hann fær heilar $2 milljón
fyrir. Hann lendir fljótlega í menningarsjokki enda er hátternið
þar öðruvísi en fyrirfinnst vestanhafs. Hin tuttugu-og-eitthvað
ára gamla Charlotte (Scarlett Johansson) er í borginni með
eiginmanni sínum, sem er velheppnaður, vinnualka
ljósmyndari. Hún er oftast ein á meðan eiginmaður hennar
vinnur og verður þar af leiðandi afar einmana. Bob og
Charlotte kynnast og verða fljótt góðir vinir. Þau eyða tímanum
sem þau hafa saman og skemmta sér á ýmsa vegur og á
milli þeirra myndast sterkt platónskt vinasamband.

Lost in Translation er stórkostleg mynd í leikstjórn Coppola
fjölskylumeðlimsins Sofia Coppola og sýnir hún vel að hún er
með Coppola genið í sér. Mér leið mjög vel á þessari mynd,
hún var skemmtileg, fyndin og bara yfir höfuð afar góð. Bæði
Bill Murray og Scarlett Johansson leika gríðarlega vel og er
það þess vegna ekkert skrítið að þau hafa bæði fengið
margar verðlaunir og tilnefningar fyrir þeirra framlag, rétt eins
og Sofia Coppola sem leikstýrir og skrifar einnig handritið.
Ekki láta plata ykkur að þetta sé chick flick, þótt að hún eigi
sínar dramatískumóment þá ætti hún að fullnægja báðum
kynjunum jafn mikið. Hún virkaði stórkostlega vel og er
tónlistin og kvikmyndatakan áberandi flott. Ég veit ekki hvað
meira er hægt að segja um þessa mynd nema það að hún
eigi allar þær viðurkenningar sem hún hefur hlotið skilið og að
enginn ætti að láta hana fara framhjá sér. Án efa ein af fimm
bestu myndum 2003.