Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Cornershop - Brimful of Asha (Fatboy Slim remix) (0 álit)

í Rokk fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Haldiði að kallinn hafi ekki bara skellt inn nýju myndbandi! Um er að ræða eitt af stærstu one hit wonders síðasta áratugs, Brimful of Asha með Cornshop. Breska indie rokk sveitin Cornshop hefur verið starfandi alveg frá 1992 og til dagsins í dag. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafa þeir aldrei meikað það, og til marks um hversu óeftirminnilegir þeir eru þá þurfti að remixa lagið til þess að það næði einhverjum vinsældum. Þetta vekur eflaust upp notalegar minningar hjá þeim notendum sem eru...

Nýtt myndband 11. september 2007 (5 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Í tilefni þess að hinir helnettu Alabama Thunderpussy eru á leiðinni til landsins á ný ákvað ég að skella inn myndbandi við lag af nýju plötunni þeirra Open Fire. Lagið heitir Words of the Dying man og er að sjálfsögðu ígulhresst.

Myndbandið: Hot Hot Heat - Bandages (6 álit)

í Rokk fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Heitur smellur frá 2003. A.m.k. reið hann húsum á heimavist Menntaskólans á Akureyri vorið 2003. Njótið vel.

Thou Shalt Always Kill (3 álit)

í Rokk fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Jájájá, elsku krakkarnir mínir. Skellti inn nýju myndbandi í tilefni dagsins. Lagið myndi nú að vísu seint flokkast sem rokk en er nú engu að síður í spilun á Rvk. FM og svo er það boðskapurinn sem skiptir svo miklu máli. Think for yourself, thou shalt not stop likin' a band just ‘cause they’ve 'come popular. Thou shalt not steal if there is direct victim. Thou shalt not worship pop idols or follow lost prophets. Thou shalt not take the names of Johnny Cash, Joe Strummer, Johnny Hartman,...

Nýtt myndband 13.07.2007 (9 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Manowar - Warriors of the World YEAH! THIS SONG KICKS FUCKING ASS! Kannski ekki besta Manowar lagið, mér fannst myndbandið bara svo frábært, og hvað er karlmannlegra en miðaldra karlmenn í þröngum leðurgöllum og smá eldglæringar frá slípirokki í bland?

Nýtt myndband :) (1 álit)

í Rokk fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Lítið hefur gerst í myndbandadeildinni uppá síðkastið. Furio hættur, og ég og Úlfur báðir að vinna mjög mikið í sumar. Í ofanálag er ég á ferðalagi 8 daga af hverjum 14 og kemst þ.a.l. sama og ekkert á netið! En örvæntið ekki, henti inn nýju myndbandi núna en það eru snillingarnir í Clutch. Lagið sem um ræðir er af hinni ótrúlega frábæru plötu Blast Tyrant, plata sem er nánast fullkomin í alla staði. Lagið heitir The Mob Goes wild og hvet ég alla til að tjekka á þessari plötu og upplifa snilldina.

Nýtt myndband 16.06.2007 (15 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Jæja þá er það eitt fyrir alla Megadeth aðdáendurna þarna úti. Ég stakk uppá Symphony of Destruction en aceshigh hafði vit fyrir mér og sagði að allir elskuðu Holy Wars þannig að það var Holy Wars. Þannig að ef einhver er ósáttur bið ég ykkur um að beina kvörtunum ykkar til hans :)

Nýtt myndband 11.06.2007 (5 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Sælir félagar. JohnnyB heilsar ykkur frá Egilsstöðum. Kemst ekki mikið á netið í sumar en er mættur núna í smástund og datt í hug að uppfæra myndbandið. Það var notandinn Jormundgand sem stakk uppá þessari snilld við mig en þarna er búið að setja Angel of Death í nýjan búning, nánar tiltekið 8-bit Nintendo style útgáfu. Þessi útgáfa er runnin undan rifjum somethingawful.com en notendur þar settu saman heilan “disk” með þekktum slögurum í 8-bit útgáfum. Ég downloadaði honum á sínum tíma og er...

Nýtt myndband og nýr stjórnandi (5 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Heilir og sælir kæru þjáningarbræður til sjávar og sveita, nær og fjær. Eins og flestir hafa sennilega tekið eftir hefur Schwarzenegger (áður Roadrunner, nú Furio) ákveðið að yfirgefa okkur og hefur aceshigh tekið við af honum. Bindum við Úlvur miklar vonir við þennan unga pilt og erum sannfærðir um að hann muni standa sig eins og hetja sem stjórnandi (nú tala ég fyrir hönd okkar beggja án þess að hafa ráðfært mig við Úlv en ég er handviss um að hann er mér hjartanlega sammála). Bjóðum...

Nýtt myndband 09.05.2007 (3 álit)

í Rokk fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Rakst á þetta á youtube í gær og fannst þetta svo æðislegt að ég ákvað að skella þessu inn, njótið vel.

Trivia! (og banner?) (5 álit)

í Gamanþættir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Já góðir hálsar, það er loksins komin trivia! Padfoot sér um hana að þessu sinni og sendast svörin því á hana. Ef einhver vill sjá um triviuna endilega sendið mér skilaboð. Og ef einhver vill búa til banner, endilega sendið mér hugmyndina og ég skal sjá hvort ég komi honum ekki á :) Kv. JohnnyB.

Nýtt myndband 06.05.2007 (5 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Að þessu sinni eru það hinir ígulhressu og goðsagnakenndu GWAR-liðar sem fá þann heiður að fá myndband birt með sér hér á áhugamálinu. Og ekki nóg með það að þetta sé GWAR heldur er þetta cover af gamla Alice Cooper smellinum School's out.

Nýtt myndband 26.04.2007 (0 álit)

í Rokk fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Já dömur mínar og herrar, við stjórnendur erum óvenju virkir í að uppfæra myndbönd þessa daganna. Myndbandið sem er núna í spilun er við hið klassíska lag Boys Don't Cry með The Cure, en þess má til gamans geta að samstjórnandi minn Schwarzenegger setur þetta lag alltaf á fóninn þegar honum finnst allir vera vondir við sig og hann hringar sig saman útí horni og heklar og tautar inná milli ekkasoganna: “Það má enginn sjá hvað ég er lítill, það má enginn sjá hvað ég er lítill!” Njótið vel.

Nýtt myndband 11.04.2007 (19 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Jæja, það voru víst allir komnir með nóg af söng hins þvenghýra Sawell um endaþarmsmök þannig að ég ákvað að skipta um myndband. Fyrir valinu að þessu sinni urðu hinir ígulhressu piltar í Hatebreed og lagið I Will be Heard. Fyrir þá sem ekki vita var þetta lag í stórmyndinni xXx og veit ég fyrir víst að það gerði það að verkum að ansi margir sem vanalega hlusta ekki á metal/hardcore fóru að hlusta á Hatebreed og fleiri bönd í þyngri kantinum. Alltaf lærið þið eitthvað nýtt börnin góð.

Nýtt myndband 06.04.2007 (0 álit)

í Rokk fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Kings of Leon - On Call Fyrsta smáskífan af nýja Kings of Leon disknum, Because of the Times. Ég verð nú að segja alveg eins og er að ég er ekki alveg að elska þetta lag. Ansi frábrugðið “hefðbundnum” Kings of Leon lögum. Ætla samt að tryggja mér diskinn sem fyrst og kanna hvernig restin hljómar, en hann hefur verið að fá mjög góða dóma.

Myndböndin (0 álit)

í Gamanþættir fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Sælir þjáningarbræður og systur. Ég var að skipta um myndband, setti inn eitt klassískt úr hinum klassísku þáttum Big Train sem sýndir voru á Rúv hér í den. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir að myndböndum til að sýna á áhugamálinu endilega ekki hika við að senda þær á mig. Kveðja, JohnnyB.

Nýtt myndband 02.04.2007 (8 álit)

í Rokk fyrir 17 árum
Vá. Ég er nánast orðalaus. Þetta er hugsanlega versta cover ever. Um daginn heyrði ég í útvarpinu Walk this way í fluttningi Girls aloud og Sugarbabes og mér var svo gróflega misboðið að ég þurfti næstum að selja upp. Þegar ég sá svo þetta ældi ég yfir lyklaborðið mitt. Who do you think you're fooling? Stelpusveitir eiga ekki að gera annað en að mæma og vera sætar. Celion Dion er ekki rokkari, og verður aldrei, sem sést kannski best á því hvað hún gerir skelfilegan luft gítar. Hún fær samt...

Nýtt myndband 22.03.2007 (5 álit)

í Metall fyrir 17 árum
Ákvað að halda sama þemanu :) Nú eru það Nightwish og lagið Wishmaster í nýjum búningi :)

Breyting á korkunum (1 álit)

í Rokk fyrir 17 árum
Sælt veri fólkið. Eins og glöggir notendur hafa tekið eftir er búið að breyta korkunum hérna á rokk úr “Allt um rokk” og “Modern times rock and Roll” yfir í einfaldlega “Erlent Rokk” og “Íslenskt Rokk”. Þótti okkur stjórnendum þessi breyting tímabær þar sem skiptingin á milli korkanna var afar óljós og fór Modern times rock and roll korkurinn voðalega fyrir ofan garð og neðan. Vonandi að þetta falli í góðan jarðveg hjá notendum.

Nýtt myndband 18.03.2007 (1 álit)

í Rokk fyrir 17 árum
Þar sem að rappið með meistara Weird Al féll í grýttan jarðveg hjá ykkur rokkhundunum ákvað ég að skipta því út. En ég leyfði samt Al að njóta sín áfram, en núna í félagi við hinu ígulhressu Presidents of the United States of America. Fyrst er það lagið þeirra, Lump, og svo paródían hans Weird Al, Gump. Takið eftir því hvað myndböndin eru skemmtilega lík :)

Nýtt myndband 15.03.2007 (0 álit)

í Rokk fyrir 17 árum
Ég veit að þetta er ekki rokk en Weird Al er bara svo mikill snillingur þannig að ég ákvað að skella nýjasta laginu hans hérna inn, White and Nerdy. Þess má til gamans geta að það er búið að spila þetta lag 9 milljón sinnum á myspace og það er búið að horfa á þetta myndband 7 milljón sinnum á youtube. Geri aðrir betur.

Nýtt myndband 10.03.2007 (1 álit)

í Rokk fyrir 17 árum
Myndbandið sem varð fyrir valinu að þessu sinni er Buddy Holly með Weezer af hinni klassísku plötu Blue Album (eða bara Weezer) frá 94 sem er örugglega ein af betri nýliðaplötum seinni tíma, en hún fær t.a.m. 5 stjörnur af 5 mögulegum á allmusic.com. Á plötunni eru klassískar perlur eins og áður nefnt Buddy Holly, My name is Jonas, Undone - The sweater song, Say it ain't so ásamt mörgum fleirum. Myndbandið er auðvitað löngu orðið klassískt, en fyrir þá sem ekki þekkja umhverfið þá er þetta...

Nýtt myndband 11.02.2007 (4 álit)

í Rokk fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ef þú fílar ekki groovy stoner rock þá fílaru ekki rokk og ról, það er bara ekki flóknara en það! Myndbandið sem ég valdi að þessu sinni er með Kaliforníu eyðimerkur stóner rokk sveitinni Fu Manchu og heitir King of the road. Þess má til gamans geta að æðsti draumur minn er að eignast svartan amerískan muscle car, krúsa og hlusta á stoner rokk allan daginn og vera cool. Ég er þegar frekar cool þannig að mig vantar bara bílinn og þá er þetta komið.

Annan stjórnanda? (4 álit)

í Gamanþættir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Eins og allir hafa sennilega tekið eftir hefur þetta áhugamál okkar verið hálf dauflegt síðan Friends hættu og áhugamálið breyttist í gamanþætti. Smám saman hefur lífið verið að fjara út hjá áhugamálinu en í rauninni er engin ástæða að svo þurfi endilega að vera! Gamanþættir lifa enn góðu lífi og alltaf er líka hægt að rifja um gamalt og gott. Þess vegna var ég að velta því fyrir mér hvort það væri ekki einhver með brennandi áhuga á að blása nýju lífi í áhugamálið og væri til í að setjast í...

Nýtt myndband 4. febrúar 2007 (8 álit)

í Metall fyrir 17 árum, 1 mánuði
Jæja, þá er afmælið mitt alveg ábyggilega að baki og kominn tími á að skipta um myndband. Að þessu sinni eru það gömlu meistararnir í Death sem fá að njóta sín eftir ábendingu frá Thorin. Lagið er Left to Die og er upptakan frá tónleikum árið 1988, en þá voru sennilega fæstir notendur þessa áhugamáls fæddir :) Glöggir lesendur hafa eflaust líka tekið eftir því að það er kominn “Sjá meira” takki fyrir neðan myndböndin en áætlunin er að hafa þar öll myndböndin sem hafa þegar birzt. Ef það...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok