Annan stjórnanda? Eins og allir hafa sennilega tekið eftir hefur þetta áhugamál okkar verið hálf dauflegt síðan Friends hættu og áhugamálið breyttist í gamanþætti. Smám saman hefur lífið verið að fjara út hjá áhugamálinu en í rauninni er engin ástæða að svo þurfi endilega að vera! Gamanþættir lifa enn góðu lífi og alltaf er líka hægt að rifja um gamalt og gott.

Þess vegna var ég að velta því fyrir mér hvort það væri ekki einhver með brennandi áhuga á að blása nýju lífi í áhugamálið og væri til í að setjast í stjórnendastól mér við hlið?
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _