Haldiði að kallinn hafi ekki bara skellt inn nýju myndbandi! Um er að ræða eitt af stærstu one hit wonders síðasta áratugs, Brimful of Asha með Cornshop. Breska indie rokk sveitin Cornshop hefur verið starfandi alveg frá 1992 og til dagsins í dag. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafa þeir aldrei meikað það, og til marks um hversu óeftirminnilegir þeir eru þá þurfti að remixa lagið til þess að það næði einhverjum vinsældum. Þetta vekur eflaust upp notalegar minningar hjá þeim notendum sem eru eldri en 15 ára, en þeir eru reyndar ekkert svo margir.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _