Jæja, þá er afmælið mitt alveg ábyggilega að baki og kominn tími á að skipta um myndband. Að þessu sinni eru það gömlu meistararnir í Death sem fá að njóta sín eftir ábendingu frá Thorin. Lagið er Left to Die og er upptakan frá tónleikum árið 1988, en þá voru sennilega fæstir notendur þessa áhugamáls fæddir :)

Glöggir lesendur hafa eflaust líka tekið eftir því að það er kominn “Sjá meira” takki fyrir neðan myndböndin en áætlunin er að hafa þar öll myndböndin sem hafa þegar birzt. Ef það verður jafn lítið að gera í vinnunni í dag og hefur verið í morgun verður þessu ferli lokið fljótlega!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _