Myndbandið sem varð fyrir valinu að þessu sinni er Buddy Holly með Weezer af hinni klassísku plötu Blue Album (eða bara Weezer) frá 94 sem er örugglega ein af betri nýliðaplötum seinni tíma, en hún fær t.a.m. 5 stjörnur af 5 mögulegum á allmusic.com. Á plötunni eru klassískar perlur eins og áður nefnt Buddy Holly, My name is Jonas, Undone - The sweater song, Say it ain't so ásamt mörgum fleirum.

Myndbandið er auðvitað löngu orðið klassískt, en fyrir þá sem ekki þekkja umhverfið þá er þetta diner-inn úr Happy Days og undir lokin sjáum við The Fonz fara á kostum á dansgólfinu.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _