Nýtt myndband 26.04.2007 Já dömur mínar og herrar, við stjórnendur erum óvenju virkir í að uppfæra myndbönd þessa daganna. Myndbandið sem er núna í spilun er við hið klassíska lag Boys Don't Cry með The Cure, en þess má til gamans geta að samstjórnandi minn Schwarzenegger setur þetta lag alltaf á fóninn þegar honum finnst allir vera vondir við sig og hann hringar sig saman útí horni og heklar og tautar inná milli ekkasoganna: “Það má enginn sjá hvað ég er lítill, það má enginn sjá hvað ég er lítill!”

Njótið vel.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _