Lítið hefur gerst í myndbandadeildinni uppá síðkastið. Furio hættur, og ég og Úlfur báðir að vinna mjög mikið í sumar. Í ofanálag er ég á ferðalagi 8 daga af hverjum 14 og kemst þ.a.l. sama og ekkert á netið!

En örvæntið ekki, henti inn nýju myndbandi núna en það eru snillingarnir í Clutch. Lagið sem um ræðir er af hinni ótrúlega frábæru plötu Blast Tyrant, plata sem er nánast fullkomin í alla staði. Lagið heitir The Mob Goes wild og hvet ég alla til að tjekka á þessari plötu og upplifa snilldina.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _