Heilir og sælir kæru þjáningarbræður til sjávar og sveita, nær og fjær.

Eins og flestir hafa sennilega tekið eftir hefur Schwarzenegger (áður Roadrunner, nú Furio) ákveðið að yfirgefa okkur og hefur aceshigh tekið við af honum. Bindum við Úlvur miklar vonir við þennan unga pilt og erum sannfærðir um að hann muni standa sig eins og hetja sem stjórnandi (nú tala ég fyrir hönd okkar beggja án þess að hafa ráðfært mig við Úlv en ég er handviss um að hann er mér hjartanlega sammála). Bjóðum aceshigh hjartanlega velkominn til starfa og tökum (áfram) vel á móti honum, eins og svo sem öllum öðrum á áhugamálinu.

Svo skellti ég líka inn nýju myndbandi uppá grínið, Tori Amos að covera Slayer. Kerry King sagði sjálfur að hann hefði ekki fattað fyrr en eftir eina og hálfa mínútu að þetta væri Slayer lag!

Hér er svo upprunalega lagið, live:

[youtube]http://youtube.com/watch?v=Sb-DTrMG4vs
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _