Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

zeroG
zeroG Notandi frá fornöld 39 ára karlmaður
1.468 stig

Diablo2: The Wanderer (38 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Núna eru BT farnir að selja pakka fyrir Diablo2 sem heitir The Wanderer sem að vinur minn keypti fyrir mistök um daginn vegna þess að hann hélt að þetta væri expansion pakkinn. Nú svo þegar hann kemur heim og skellir þessu inn þá kemst hann að því að þetta er ekkert nema einhver cheat pack, þar sem er búið að safna fyrir mann items, rare unique og set og allkonar svoleiðis drasli. Þessi pakki er ekki gefinn út í samvinnu við Blizzard heldur bara einvherjir einstaklingar sem hafa gefið þetta...

Smá upplýsingar um Blizzard North (9 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Blizzard North, sem er sá hluti af Blizzard Entertainment sem gerðu bæði Diablo og Diablo2 voru í upphafi ekki partur af Blizzard. Fyrirtækið Condor Entertainment átti upprunalegu hugmyndina af Diablo, sem var þá “Turn Based” RPG leikur. Condor Entertainment kom til Blizzard í leit að fjármagni fyrir þennan nýja leik þeirra og leyst blizzard vel á leikinn og gáfu þeim 300.000 dollara í byrjunarkostnað fyrir að framleiða leikinn og byrjuðu á samstarfi við Condor. Eftir einhvern tíma leist...

Closed battle.net hack (15 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þrátt fyrir öll þau loforð frá <a href="http://www.blizzard.com“>Blizzard</a> og óskhyggju aðdáenda þeirra um að það væri satt að það yrði ekki hægt að svindla á battl.net í closed leikjum þá virðist svo vera að nú sé það samt hægt. <b>Um Svindlið:</b> Svindið er svokallað Speed Hack, sem að lætur characterinn þinn labba og/eða hlaupa hraðar. Hægt er að fara uppí alltað fimmfaldan venjulegan hraða án þess að þurfa að vera með einhverja ofurtengingu og hrikelega gott samband við serverinn....

Nýi völlurinn: Paintball Húsið (28 álit)

í Litbolti fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Paintball Húsið er völlur sem að LiBS er að fara opna, sennilega núna eftir mánaðarmót. Völlur þessi er stór vöruskemma við hliðina á Ellingsen hjá reykjavíkurhöfn. Húsið er á 3 hæðum og verður 1 völlur á hverri hæð. Ég fór þarna með LiBS um helgina og voru í kringum 20 manns að spila þarna. Þessi völlur er algjör snilld og mun þetta örugglega bjarga paintball menningunni yfir veturinn því þetta er innanhús. Um helgina var settur upp einn völlur og var prófað að spila á honum. Allt kom þetta...

Okur á kúlum í kópavogi? (16 álit)

í Litbolti fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég fór að pæla svolítið í því hvernig þeir geta verðlagt kúlurnar svona gríðarlega mikið þarna inní kópavogi. 990kr fyrir 100 kúlur? Það er 9900 fyrir 1000 kúlur? Það er næstumþví 10.000 kall. Það sem ég skil ekki við þetta er það að SS-Stál í Hafnarfirði selur kúlurnar á sirca 3 krónur stykkið sem myndi gera 300 kall fyrir 100 kúlur, svo þar sem ég er meðlimur í LiBS þá fæ ég 100 kúlur á 250 kr. sem er 2500 fyrir 1000 Kúlur. berið nú aðeins saman, 2500 eða 10000. Hvaðan er öll þessi...

Nýtt Diablo2 Custom (10 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Nú er komið nýtt Diablo2 Custom á <a href="http://www.infoceptor.com“>Infoceptor</a>. Fyrir þá sem ekki vita hvað Customs eru þá eru það forrit eða patches fyrir leikinn sem breyta einhverju einsog grafík, stats, skills og öðru. Nýjasta Customið breytir leiknum þannig að hægt er að kaupa gems af Vendors eða þeim sem eru að selja hluti í Diablo2 (einsog Charsi og Gheed o.s.frv.), einnig er hægt að kaupa af þeim Elixirs sem að blizzard ákvað að taka útúr leiknum. Þessir elixirs bæta við stats,...

Meira Expansion Info (17 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Kanski maður ætti að fara hugsa um að geyma einhverja góða gems þangað til að expansionið kemur út, því að í expansion pakkanum koma inn magical og rare items sem verða einnig socketable. Síðan verður líka nýjar tegundir af “gems” eða rúnir réttarasagt, í stað þess að setja gem í hlutina verður líka hægt að nota rúnir til að grafa í vopnið sem mun gefa því einhverja eiginleika. Ástæðan fyrir því að hægt verður að setja gems og rúnir í magical og rare items í expansion-inu er líklega vegna...

Diablo2 Database Program (10 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Núna er hægt að ná sér í Diablo2 Database Program á <a href=“www.infoceptor.com”>Infoceptor</a> sem að er mjög hentugt forrit fyrir marga. Forritið getur reiknað út damage, mana regeneration/sec, attack rating, experience loss í nightmare og hell, experience sem þú færð fyrir að drepa monsters í multiplay og sýnt allar horadric cube formúlurnar o.fl. Forritið er 57Kbfyrir þá sem eru með Visual Basic en 1 MB fyrir þá sem eru ekki með það, því forritið þarf einhverja skrá úr visual basic til...

Umsjón með Diablo2 áhugamálinu (16 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Núna hef ég fengið að hafa umsjón með þessu áhugamáli, það er að segja Diablo2 áhugamálinu, og í tilefni þess hef ég sett upp nýja skoðannakönnun og nýjann “ég ætla kubb”. Einnig ef að einhver vill koma einhverri spurningu eða hefur hugmyndir um eitthvað fyrir “ég ætla kubbinn” þá getiði alltaf sent mér mail á <a href=“mailto:zeroG@hugi.is”>zeroG@hugi.is</a> eða <a href=“mailto:allir@itn.is”>allir@itn.is</a> Ég hef hugsað mér að reyna uppfæra spurninguna á sirca 2 vikna fresti og vonast til...

Cow level walkthrough frá Blizzard (10 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
á <a href="http://www.battle.net/diablo2“>Chaos Sanctuary</a> er nú hægt að finna <a href=”http://www.battle.net/diablo2/quests/cow.shtml“>cow level guide</a> sem er official frá <a href=”http://www.blizzard.com“>Blizzard</a> Þarna er hægt að lesa um hvernig á að komast í cowlevel (ef þú veist það ekki fyrir) og gefin góð ráð hvernig á að komast í gegnum það og ná alla leið að <a href=”http://www.battle.net/images/battle/diablo2/images/quests/cow05.jpg">the Cow King</a>. Til að komast í Cow...

Rush (17 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Að mínu mati finnst mér mjög lélegt að rush-a, það sýnir bara frammá að spilarinn kann litla sem enga taktík og þorir ekki í stærri bardaga. Það að spila maður á móti manni í alvöru bardaga er það sem mér finnst gilda til að teljast góður spilari. Það er ekkert mál að vinna terran með því að rusha þá bæði með zerg og protoss, og protoss að rush-a zerg vinnur yfirleitt. En það er bara svo LAME að nota þessi taktík. Frekar að gefa sér tíma í leikinn. Það að geta spilað með því að nota taktík...

Mac patch (4 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Núnar er kominn 1.3c Patch fyrir Mac. Patchinn lagar einhver vandræði með skjákort(Rage128) og OpenGL support. Svo eru einhverjar uppfærslur á japönskum og kóreiskum support. Hægt er að uppfæra D2 f/Mac með því að fara á battle.net og láta leikinn sjálfann uppfæra fyrir þig eða með því að ná í patchinn af ftp þjón <a href="http://www.blizzard.com">Blizzard</a>. Vonandi hjálpar þetta einhverjum Mac notendum…

UT Dreamcast (10 álit)

í Unreal fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Pete Clark, frá Dreamcast, sagði í viðtali við <a href=“www.fgnonline”>FGN Online</a> að í Dreamcast útgáfunni af UT verði ekki Assault. Megin ástæðan fyrir þessu er stærð borðanna en þau myndu ekki ganga á dreamcast nema með gífurlegum breytingum. Viðtalið er hægt að skoða <a href="http://www.fgnonline.com/news/15620.html">hérna</a>. Vegna þess hversu mikil snilld assault finnst mér synd að þeir verði að sleppa því og held ég að sala á UT fyrir Dreamcast verði ekki uppá sitt besta og mæli...

Einn nettur (0 álit)

í Húmor fyrir 19 árum, 10 mánuðum
A short white guy is walking down the street when he meets this Huge Black guy. The black guy walks upto him and says: “7 feet tall, 350 pounds, 20 inch cock, 3 pound right testicle, 3 pound left testicle, Turner brown”. The short white guy faints and hits the ground… The black guy picks him up and shackes him back to conciosness and asks him: “What's wrong?” The white guy says: “What did you just say?” The black guy replies: “7 feet tall, 350 pounds, 20 inch cock, 3 pound right testicle, 3...

Re: 2 ár í Aukapakka? :) (8 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þar sem að ekki er hægt að gefa reply á þessari greinninni “2 ár í aukapakka?” þá ákvað ég bara að senda þetta inn í grein. Í fyrsta lagi þá gæti það ekki mögulega tekið þá 2 ár að gefa út aukapakka. Það tók 3 ár að gera leikinn og aukapakinn er einsog einn fjórði af leiknum. Í öðru lagi. Það er búið að skrifa allan source kóðann fyrir diablo2 platformið, það eina sem þarf að gera fyrir aukapakkan er að bæta við kóðann (sem var reyndar búið að gera smávegis í upprunalega diablo2 kóðanum því...

Meira um MOD making (6 álit)

í Unreal fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Eru einhverjir hérna sem eru að modela, mappa, eða code-a fyrir UT og hafa áhuga á því að gera mod? Ég hef sjálfur smá reynslu af því að code-a í q2 og q3 en langar að prufa að gera eitthvað fyrir UT. Ef einhverjir hérna hafa áhuga á því að gera MOD og hafa kunnáttu í modeling, mapmaking eða kóðun þá endilega gefið svör við þessari grein og kanski hægt sé að mynda MOD team. Einsog er það ég sem hef áhuga á að code-a, allavegna 1 mapper, kanski 2 aðrir sem eru tilbúnir til að mappa (þeir eru...

Diablo Gift Set (6 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Nú er hægt að panta sér Diablo Gift Set. Diablo Gift Settið inniheldur bæði Diablo(1) og Diablo2 og þar að auki “strategy guides” fyrir báða leikina. Hægt er að pre-ordera settið núna strax en það verður byrjað að flytja það út 23. Oktober. Hægt er að panta settið frá bæði <a href="http://www.ebworld.com“>EBWorld</a> og <a href=”http://wwwg.gamestop.com">Gamestop</a>.

Meiri upplýsingar um Aukapakkann (6 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Á <a href=“Http://www.blizzard.com”>Blizzard</a> síðunni hefur verið bætt inn nýju FAQ(spurningar og svör) um nýja aukapakkann. Þar á meðal er sagt að pakkinn muni koma út á fyrri helming næsta árs. Heyrst hafði fyrst að hann ætti að koma fyrir jólin eða um jólin, en eitthvað hefur greinilega breyst í þeim málum. Þarna er talað um hvað verður nýtt í aukapakkanum og einnig greint frá því að það verða 2 ný Cinematics í aukapakkanum. Einnig er minnst á það að þeir séu ekki byrjaðir á því að...

Deilur (0 álit)

í Geimvísindi fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það eina sem virðist vera að gerast á þessu áhugamáli undanfarið er það að allir virðast vera að rífast um það hvort það séu til geimverur eða ekki. Allir virðast vera koma með sín rök fyrir því afhverju þær eru til og afhverju ekki. Hvernig væri nú að fara senda inn eitthvað af viti sem tengist UFO en ekki bara “ég held að geimverur séu til útafþví að …” sem að koma síðan 10-20 reply á sem segja “neinei það er vitlaust geimveruru eru …” eða “neinei það er vitlaust geimverur eru bara ekkert...

Action Half-Life (17 álit)

í Half-Life fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Hvernig er þetta, spilar enginn Action Half-Life? Er ekkert vit í ykkur hálflíflingum, er það eina sem þið spilið CS? Hvernig væri að þið mynduð allir fara á og ná ykkur í Action Half-Life og bæta smá fjölbreytni í þetta hálflíf ykkar. Hægt er að ná í nýjustu útgáfu á <a href="http://ahl.telefragged.com">Action Half-Life</a> síðunni og einnig er Beta4 á leiðinni. Action halflife er gert af sömu aðilum og gerðu Action Quake2 á sínum tíma og eru að fara vinna að Action UT. Action Half-life er...

Einn hafnfirðinga brandari (11 álit)

í Húmor fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Einhverntíman voru Arabi, Bandaríkjamaður, Reykvíkingur og Hafnfirðingur í flugvél. Eitthvað fer úrskeiðis þegar flugvélin er að fljúga yfir hafinu milli tveggja landa og einhver hreyfillinn bilar. Flugmaðurinn tilkynnir það að það þurfi að létta á flugvélinni og það eigi að henda út sem mestum farangri. Arabinn tekur sig til og hendir út fullt af rándýrum persneskum teppum, allir horfa á hann og spyrja “Afhverju hentirðu þessu, þetta voru rándýr teppi” og Arabinn svarar “iss það er til nóg...

Terran Tactics (0 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Terran vs Protoss Því fyrr sem Terran nær sé í sciencevessel á móti protoss, því betra, Því það er ekkert sem virkar jafn vel á protoss og EMP. EMP dregur skjöldinn á öllum protoss units og byggingum niður í 0 og þá eru Protoss ekkert svo rosalega scary lengur. Það sem maður þarf að passa sig á er það að protoss spilarar eru soldið mikið fyrir það að gera “early-rush”. Það er mjög erfitt að verjast þessu early rush og þú verður að vera kominn með bunker til að eiga einhvern möguleika á móti...

Action Unreal Tournament (4 álit)

í Unreal fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Núna er A-Team (<a href="http://action.telefragged.com“>Action Quake2</a>, <a href=”http://ahl.telefragged.com“>Action Half-Life</a>)byrjaðir aðeins á <a href=”http://aut.telefragged.com>Action Unreal Tournament</a> modinu og eru þeir komnir upp með einhver screenshots af módelum, vopnum og borðum. Þetta mod lofar góðu og á vonandi eftir að gefa gamla góða <a href="http://action.telefragged.com“>Action Quake</a> fílinginn inní UT. Eftir Action Quake, gerðu þeir <a...

Diablo2 First Aid (5 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Hægt er að ná í lítið forrit á <a href="http://www.infoceptor.com“>Infoceptor</a> sem kallast Diablo2 First Aid v1.1 þar sem hægt er að reikna út attack rating, defence rating og allt sem viðkemur characternum þínum. Forritið er DOS forrit, og í byrjun kemur valmynd þar sem þú velur hvað þú villt láta reikna út. Síðan velur þú hvað characterinn þinn er með í þeim stats sem tengjast því sem þú villt láta reikna út og svo er spurt hvort þú hafir einhver items sem hækka þig eða ekki. Síðan...

Ritstuldur (3 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ekki er bara farið að bera mikið á ritstuldi hérna, heldur er fólk bara farið að copy-paste-a af öðrum síðum og ekki einusinni haft fyrir því að þýða efnið yfir á íslensku. Kommon, það er kanski alltílagi að styðjast við aðrar greinar sem eru af öðrum síðum en það er kanski að minsta kosti hægt að umorða greinina eitthvað finnst ykkur ekki? Ég er ekki að beina þessari grein að neinu einu áhuga máli því ég hef tekið eftir þessu á nokkrum. Ég skil auðvitað að brandarar séu teknir af öðrum...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok