Að mínu mati finnst mér mjög lélegt að rush-a, það sýnir bara frammá að spilarinn kann litla sem enga taktík og þorir ekki í stærri bardaga.
Það að spila maður á móti manni í alvöru bardaga er það sem mér finnst gilda til að teljast góður spilari.
Það er ekkert mál að vinna terran með því að rusha þá bæði með zerg og protoss, og protoss að rush-a zerg vinnur yfirleitt. En það er bara svo LAME að nota þessi taktík. Frekar að gefa sér tíma í leikinn.
Það að geta spilað með því að nota taktík og vinna andstæðinginn á “heiðarlegan” hátt er mikklu skemmtilegra og sýnir frekar frammá hvor spilarinn er betri, það getur hversem er byggt hratt með zerg og sent sína 6 eða 12 zerglinga. Auðvitað ef að rush-ið mistekst og leikurinn heldur áfram þá er það auvitað gott mál, en þá tapar líka rush-arinn oftast vegna þess að hann kann enga taktík.
Hættið að spila einsog aumingjar þið sem notið RUSH taktík. Spilið þennan leik á þann hátt að þið sýnið að þið getið eitthvað annað en byggt 6 - 12 units á stuttum tíma.
btw. ég spilaði duel við psycho (Benna) í modem game og sú staðreynd að hann notaði ekki rush sýnir að hann er mjög góður spilari og átt líka skilið að vinna mig.
skál fyrir psycho!