Einhverntíman voru Arabi, Bandaríkjamaður, Reykvíkingur og Hafnfirðingur í flugvél.
Eitthvað fer úrskeiðis þegar flugvélin er að fljúga yfir hafinu milli tveggja landa og einhver hreyfillinn bilar.
Flugmaðurinn tilkynnir það að það þurfi að létta á flugvélinni og það eigi að henda út sem mestum farangri.
Arabinn tekur sig til og hendir út fullt af rándýrum persneskum teppum, allir horfa á hann og spyrja “Afhverju hentirðu þessu, þetta voru rándýr teppi” og Arabinn svarar “iss það er til nóg af þessu heima”
Bandaríkjamaðurinn tekur sig þá til og hendir út öllum sígarettunum og bjórnum sínum “Og allir spyrja, afhverju hentirðu þessu?” og hann svarar um hæl “ja, ég á líka nóg af þessu heima”
Þá tekur Reykvíkingurinn sig til og HENDIR Hafnfirðingnum út….
Hinir horfa furðu lostnir á hann og spyrja “Hvað er eiginlega að þér, þú hentir honum út?!” og hann svarar
“Já við eigum alveg meira en nóg af þeim heima”