Þar sem að ekki er hægt að gefa reply á þessari greinninni “2 ár í aukapakka?” þá ákvað ég bara að senda þetta inn í grein.
Í fyrsta lagi þá gæti það ekki mögulega tekið þá 2 ár að gefa út aukapakka. Það tók 3 ár að gera leikinn og aukapakinn er einsog einn fjórði af leiknum.
Í öðru lagi. Það er búið að skrifa allan source kóðann fyrir diablo2 platformið, það eina sem þarf að gera fyrir aukapakkan er að bæta við kóðann (sem var reyndar búið að gera smávegis í upprunalega diablo2 kóðanum því að þeir voru búnir að ákveða hvað aukapakkinn átti að innihalda), og svo þarf bara gera grafíkina fyrir nýja hluti og annað slíkt.
Blizzard er búið að gefa OFFICIAL release date, 1 helminng næsta árs, en málið með að Diablo2 “tafðist” alltaf var að öll tölvublöð og önnur fyrirtæki voru alltaf með einhver ágiskuð release date sem blizzard var aldrey búið að gefa OFFICIALLY út. Reyndar innihélt fyrsta auglýsingin fyrir Diablo2 (sem kom stuttu eftir diablo1) það að leikurinn ætti að koma sirca 1 - 1og hálfu ári seinna en Diablo1 en eftir það gáfu þeir líka ekki upp neina aðra release dates því þeir vissu alveg að þeir þurftu að seinka leiknum um einhvern tíma.
Ég treysti blizzard alveg fullkomnlega til að standa við það að gefa út svona lítinn aukapakka á réttum tíma. Og þótt að hann myndi seinka væri mér alveg slétt sama því Blizzard framleiðir einhverja bestu leiki sem eru til og er alveg þess virði að bíða eftir þeim ef að þeir þurfa eitthvað að fínisera þá.
Og það að allir skulu vera hvarta undan grafíkinni er ég ekki alveg að fatta, mér finnst þetta nú bara helvíti flott grafík miðað við að þetta er 640x480, þetta er vel detailað og allt hið besta mál, söguþráðurinn og gameplayið bætir upp fyrir þetta á notime.
Einnig, þegar ég kláraði leikinn í Normal þá hætti ég ekkert vegna þess að ég var kominn með leið á leiknum, ég byrjaði uppá nýtt með öllum characterunum í hardcore, og stefni ég líka á að klára leikinn í hell með þeim öllum.