Þrátt fyrir öll þau loforð frá <a href="http://www.blizzard.com“>Blizzard</a> og óskhyggju aðdáenda þeirra um að það væri satt að það yrði ekki hægt að svindla á battl.net í closed leikjum þá virðist svo vera að nú sé það samt hægt.

<b>Um Svindlið:</b>
Svindið er svokallað Speed Hack, sem að lætur characterinn þinn labba og/eða hlaupa hraðar. Hægt er að fara uppí alltað fimmfaldan venjulegan hraða án þess að þurfa að vera með einhverja ofurtengingu og hrikelega gott samband við serverinn.
Forritið er mjög einfallt í notkun einsog myndin sýnir, og ætti hver sem er að geta sett þetta í gang.

<b>Hvernig er hægt að sjá hvort verið sé að nota Speed Hack?:</b>
Það er hægara sagt en gert, því að í leik þá virðist sá sem notar speed hack fara á venjulegum hraða en svo hverfur hann og byrtist annarstaðar, einsog hann sé bara laggaður. Þannig að hvort að fólk geti virkilega séð hvort þetta sé Speed Hack er mjög erfitt að segja um. Því ekki ert hægt að ásaka hvern þann sem er laggaður um að vera nota speed hack, eða hvað?

<b>Hvernig gagnast þetta svindl?:</b>
Hægt er að nota svindlið til að komast undann skrímslum og eykur því lífslíkur margra en það er einnig hægt að sjá frammá það að Player Killers (PK's) munu nota þetta í sína þágu til að geta hlaupið uppi aðra spilara og drepið þá.

Núna er bara að vona að Blizzard geti lokað á þetta hack einsog var gert við það fyrra. Þetta er semsagt annað hackið sem kemst inná closed battle.net leiki en hið fyrra er löngu búið að loka á af snilldar starfsmönnum hjá <a href=”http://www.blizzard.com“>Blizzard</a>

Heimildir fengnar af <a href=”http://www.infoceptor.com">Infoceptor</a