Paintball Húsið er völlur sem að LiBS er að fara opna, sennilega núna eftir mánaðarmót.
Völlur þessi er stór vöruskemma við hliðina á Ellingsen hjá reykjavíkurhöfn. Húsið er á 3 hæðum og verður 1 völlur á hverri hæð.
Ég fór þarna með LiBS um helgina og voru í kringum 20 manns að spila þarna. Þessi völlur er algjör snilld og mun þetta örugglega bjarga paintball menningunni yfir veturinn því þetta er innanhús.
Um helgina var settur upp einn völlur og var prófað að spila á honum. Allt kom þetta vel út, það var bara spilað semsagt 2 lið sem áttu að drepa andstæðingana en ekkert CTF eða annað var spilað.
Þegar völlurinn opnar vil ég hvetja alla til að mæta og prófa því þetta er það sem verður væntanlega mest notað í vetur í paintball.