Það eina sem virðist vera að gerast á þessu áhugamáli undanfarið er það að allir virðast vera að rífast um það hvort það séu til geimverur eða ekki. Allir virðast vera koma með sín rök fyrir því afhverju þær eru til og afhverju ekki.
Hvernig væri nú að fara senda inn eitthvað af viti sem tengist UFO en ekki bara “ég held að geimverur séu til útafþví að …” sem að koma síðan 10-20 reply á sem segja “neinei það er vitlaust geimveruru eru …” eða “neinei það er vitlaust geimverur eru bara ekkert til …”.
Hvernig væri að leita sér heimilda um UFO sightings, UFO's, geimverur, fólk sem telur sig hafa hitt geimverur og senda inn góðar greinar sem valda ekki slíkum heimskulegum ágreiningsmálum sem ganga bara útá það að rífast um afhverju geimverur eru til og afhverju ekki. Reyndar var rétt athugasemd sem drengur kom með hérna einvherstaðar sem benti á það að það að segja að geimverur séu til vegna þess að annað sé bar fáránlegt því það sé svo ólíklegt eru nú ekki rök fyrir fimmaura fyrir þvíað geimverur séu til. Fólk sem hefur áhugann fyrir UFO, geimverum og þessu geimtengda efni ætti því að fara að leita heimilda í bókum, netinu eða láta geimverur ræna sér og taka við þær viðtal, og senda síðan inn góðar greinar.
Ég hef því miður sent inn voðalega fáar greinar á þetta áhugamál því ég fylgist meira með öðrum áhugamálum hér á huga, en ég les reglulega yfir greinarnar hérna, sem hafa uppá síðkastið verið verulega lélegar.
Bætum okkur öll og sendum inn góðar greinar.



AR