Ég fór að pæla svolítið í því hvernig þeir geta verðlagt kúlurnar svona gríðarlega mikið þarna inní kópavogi.
990kr fyrir 100 kúlur?
Það er 9900 fyrir 1000 kúlur? Það er næstumþví 10.000 kall.
Það sem ég skil ekki við þetta er það að SS-Stál í Hafnarfirði selur kúlurnar á sirca 3 krónur stykkið sem myndi gera 300 kall fyrir 100 kúlur, svo þar sem ég er meðlimur í LiBS þá fæ ég 100 kúlur á 250 kr. sem er 2500 fyrir 1000 Kúlur.
berið nú aðeins saman, 2500 eða 10000. Hvaðan er öll þessi verðlagning, þetta er 400% dýrara í kópavoginum. Hvernig er hægt að búast við að fólk geti stundað þessa íþrótt eitthvað af viti ef að þeir ætla okra svona á þessu. Ég býst t.d. við að þeir myndu fá meiri viðskipti ef að það væri ekki svona dýrt að fara í paintball hjá þeim.
Hvað finnst ykkur, finnst ykkur þetta sanngjarnt verð hjá þeim eða gífurlegt okur og ætti ekki að viðgangast?