Blizzard North, sem er sá hluti af Blizzard Entertainment sem gerðu bæði Diablo og Diablo2 voru í upphafi ekki partur af Blizzard. Fyrirtækið Condor Entertainment átti upprunalegu hugmyndina af Diablo, sem var þá “Turn Based” RPG leikur.
Condor Entertainment kom til Blizzard í leit að fjármagni fyrir þennan nýja leik þeirra og leyst blizzard vel á leikinn og gáfu þeim 300.000 dollara í byrjunarkostnað fyrir að framleiða leikinn og byrjuðu á samstarfi við Condor.
Eftir einhvern tíma leist Blizzard svo vel á leikinn að þeir fengu Davidson & co (Fyrirtækið sem á Blizzard) til að kaupa Condor Entertainment og gera þá að hluta af Blizzard og þannig urðu Condor að Blizzard North.
En á þessum tíma var ennþá verið að gera Diablo sem TurnBased leik, Blizzard vildu að þeir skiptu yfir í real time og eftir einhverja mánuði af rökræðum breyttu Blizzard North leiknum yfir í real time og eftir það voru þeir staðráðnir í því að hafa leikinn þannig og ekki breyta honum í turn based aftur… og þannig varð til Diablo ;)