Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Máttu þeir taka borðann niður?

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það eru tjáningarfrelsi jú en KSÍ ræður því sem gerist á vellinum. Svo er alltaf spurning hvað telst undir tjáningatfrelsið og hvað ekki.

Re: Samviskuspurning til strakanna

í Rómantík fyrir 21 árum, 7 mánuðum
mjög svo rangt!

Re: SWG : Crymogaea

í MMORPG fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Líst vel á þetta! Gaman að íslendingar ætli að vera virkir í þessu. Annars finnst mér synd að starwars.is skuli ekki vera virkt og aldrei neitt að gera þar. Ég veit ekki hvað það eru mörg ár síðan ég bauðst til að koma þessu af stað en fékk aldrei neitt svar sama hversu oft ég spurðist fyrir. Synd finnst mér og ekkert annað.

Re: Um netið

í Netið fyrir 21 árum, 8 mánuðum
korkaefni!

Re: Episode X fréttir

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 8 mánuðum
uppfærðu quicktime hjá þér!

Re: silent hill 2

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
heyrðu og leikurinn bara seldist daginn eftir! glæsibæ

Re: Decode

í Fjármál og viðskipti fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það eiga allir með viti að hafa það á hreinu að kaup í bréfum í Decode er LANGTÍMAFJÁRFESTING og ekkert annað. Þetta er engin skyndigróði eða neitt þannig og mun aldrei verða. En langtímafjárfesting verður þetta örugglega þegar einhver lyf byrja að dælast úr frá Hoffman-Roche byggð á uppgötvunum Decode.

Re: Progressive Metal, hvað er það??

í Metall fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ellismellirnir í King Crimson hafa nú alltaf verið taldir helstu proggararnir ásamt Pink Floyd. Byrja þar og enda takk fyrir. In the court of king crimson er t.d. tær snilld og ættu allir að hlusta á það við tækifæri.

Re: Helvítis blogg

í Netið fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það er nú ekki eins og að bloggið sé eitthvað nýtt af nálinni. Flestir af þessum hardcore bloggurum sem eru t.d. á nagportal.net hafa verið að blogga um eða yfir 2 ár. Það er bara fyrst núna í sumar sem þetta verður einhver voða sprengja. Alveg er ég handviss um að meirihluti þessara blogspot síða sem eru í gangi núna muni deyja drottni sínum í haust þegar skólarnir byrja. Það er engin að neyða ykkur að lesa þetta og flestir sem skrifa blogg eru að gera þetta fyrir sig og sína en ekki fyrir...

Re: Fellowship of the Ring DVD umfjöllun

í Tolkien fyrir 21 árum, 9 mánuðum
´Þú getur alltaf valið um enska talið og það líka!! ég keypti marga dvd diska fyrr í sumar á spáni og allir voru með enskuna í DTS, dolby digital 5.1 eða því sem við átti en spænskan var þarna líka. Maður bara valdi

Re: silent hill 2

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
ástand vörunnar er mjög gott! Spilaði leikinn lítið því að hann heillaði mig ekki! 3000 kall er uppsett verð!

Re: Install DVD Region X ?

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Getur líka farið á heimasíðu RegionX og uppfært RegionX með því að stimpla inn ágætis rumsu af stöfum! ég gerði það og það svínvirkaði!

Varnir skvarnir

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þessar varnir sem nú er verið að nota eru einfaldar mjög. Sumar má fara framhjá með því að stroka létt yfir með tússpenna. Vörnin sú sem Skífan notar þarf lítið að cracka eða „hakka" eitthvað heldur er nóg að t.d. keyra upp CDDA Extractor eða mainstream forrit eins og MusicMatch og þetta flýgur í gegn. Þó er mín reynsla að CDDA Extractor sé betri í þessu. Eldhúspartý FM(hnakka)957 og Svona er sumarið 2002 má taka auðveldlega í gegn með CDDA Extractor. Vörn skvörn!

Re: Ken Kutaragi (SCEI)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og fyrrverandi deildarstjóri leikjadeildar Sony hefur nú líka verið kallaður faðir Playstation.

Re: Helv. Aco-Tæknival

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 2 mánuðum
ábyrgð er eitt ár.. nema hluturinn sé keyptur eftir júlí 2001 en þá breyttist þetta í 2 á

Re: Konudags sölumennska.

í Rómantík fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Jólin eru líka komin úr böndunum sem og páskarnir. Bíðið við.. allir svona dagar eru komnir úr böndunum! Markaðsöflin hafa alltaf sitt, þetta er bara svona.

Re: Öryrki með ofvirkan son

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Oft hefur það nú gerst að það sem sagt er í DV er ekki heilagur sannleikurinn. Það býr eitthvað meira að baki. Konan er ekki að segja allt, það hlýtur að vera eitthvað sem veldur því að kerfið hjálpi henni ekki. DV hefur oftar en einu sinni sagt hálfan sannleikann og ég hugsa að það sé málið hérna líka.

Re: Gemsar á Íslandi!

í Farsímar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
hvaða bull er þetta? Það eru fleiri fyrirætki sem þjónusta Motorola og Ericsson. Hátækni hefur einkaleyfi á að þjónusta Nokia en það er ekkert meira en það.

Re:

í Half-Life fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Það er aldeilis sem menn eru að slá um sig. VON bara orðið að verða fyrirtæki með kennitölu. Ætli maður verði ekki að installa Half-Life aftur svona uppá tilefnið. Palpatine

Re: Byrjar vel....

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
haha… getur ekki verið búinn að sjá alla þættina! ekki búið að sýna þá alla

Re: Málpípa Hitlers á Skjá einum

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Í guðanna bænum! Bobby Fischer er geðveikur og hefur alla tíð verið mjög sérviskusamur. Maðurinn á erfitt og ekki taka mark á honum.

Re: Einn besti Simpsons þáttur í heimi

í Teiknimyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
í hvaða seríu er þessi þáttur og númer hvað?

Re: Léglegar stórmyndir

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
´maður svarar ekki einu sinni svona grein það er svo mikið bull í henni. Star Wars, happiness og o brother eru allt snilld!!

Re: Siggi Hall.

í Matargerð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Siggi Hall er ekki bara góður kokkur heldur stóskemmtilegur karakter! Fydndasta atriðið sem ég hef séð með honumer þegar hann var að valhoppa niður einhvern hól í Noregi svona eins og Laura Ingalls í húsinu á sléttunni og hann missteig sig og hrundi niður brekkuna! Gargandi snilld!

Re: Indiana Jones 4 kemur!

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þó það sé ekkert komið á fast að þá hlýtur annað varla að koma til greina þar sem Lucas á þessar kvikmyndir. Hann skapaði karakterinn og þetta eru myndir sem Lucasfilm hafa alltaf gert. ILM munu sjá um brellur eins og venjulega í myndum Spielbergs og þetta verður örugglega allt mjög staðlað. Lucas kom nálægt skrifum á hinum Indiana Jones myndunum. Spurning hvort hann komi nálægt þessum. Gaman gaman!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok