Margir vilja afneita valentínusardeginum og kalla hann sölutrix hjá blómaframleiðendum, en hvað er þá konudagurinn.
Ég fletti í gegnum moggan í morgun og það voru heilu síðurnar af auglýsingum allt frá blómaverslunum, húsgagnabúðum til Símans og það er ekkert smá sem er lagt á karlmenn í gjöfum sérstaklega þar sem ég á von á að það verði ennþá meira í sunnudagsblaðinu, nokkur dæmi:

Blómaverslunin Býflugan og blómið auglýsir nokkrar gerðir af blómvöndum allt frá krúttlegum á kr.1995 til glæsilegs á kr.4695, hver vill gefa krúttlegan vönd þegar það er gert hálf nískt með þessum Rómantíska á kr.3995 eða þeim glæsilega.

Síminn auglýsir konudagstilboð á gsm símum á aðeins kr.44.980 og blóm og kort fylgja og auðvitað er hægt að fá þetta á alíslenskum rað/biðgreiðslum, er þetta ekki dáldið stór konudagsgjöf ?

Ég mundi aldrei fara fram á svona risavaxna gjöf, og yrði meira að segja smá fúl ef minn maður mundi kaupa blómvönd á 5000 kr, þegar ein rós segir það sama. Þetta deyr strax hvort sem er og við eins og örugglega margir höfum margt betra við peningana okkar að gera.

Hvað finnst ykkur, er sölumennskan ekki farin úr böndunum eða er ég bara að bulla ? Og hvað finnst ykkur karlmönnum um þetta, finnst ykkur þetta ekkert auka pressuna á ykkur að kaupa eitthvað svakalega dýrt og fínt eða getið þið látið sem þið sjáið ekki svona auglýsingar ?

Kv. EstHer
Sem vil bara tásunudd, fá að sofa smá lengur, góðan mat og kannski eina rós á konudaginn ;) *hint* StoneM *hint*
Kv. EstHer