Decode Ekki veit ég hvað kom yfir landsmenn þegar allir keyptu hlutabréf í decode eða mjög margir keyptu hlutabréf í decode fyrir nokkrum.

Á þeim tíma kostaði eitt bréf í decode um 60 dollara en nú er eitt bréf í 2 dollurum. Það mætti segja að þeir sem keyptu hlutabréf í 60 dollurum og á það ennþá hefur tapað slatta af peningum og ég þekki einmitt einn fjölskyldumeðlim sem keypti hlutabréf í Decode þegar það var í 64 dollurum og á það ennþá.

Sá aðili segir bara að hann ætli að bíða þangað til að það hækkar aftur, þótt að gæti tekið mörg ár þá ætlar hann bara að bíða.

En hvað ef að það hækkar ekki. Hvað ef að Íslensk erfðagreinig fer bara einfaldlega á hausinn. Alltaf er það að lækka um einhver prósent og svo hækkar það aftur og svo lækkar það aftur.

En hver veit.Kannski mun Íslensk erfðagreining rísa aftur upp, eða bara fara á hausinn.