Ken Kutaragi (SCEI) Ken Kutaragi

Nafn: Ken Kutaragi
Starf: Forstjóri Sony leikjadeilarinnar (SCEI)
Aldur: 52
Áhugamál: Bílar

Hann hefur oft verið kallaður faðir PlayStation tölvunar. Eftir útskriftina úr Denki Tsushin háskólanum árið 1975 gekk hann til liðs við Sony þar sem hann vann við þróanir á sjónvörpum og örgjörvum. Á þessum tíma var Sony ekki þekkt leikjafyrirtæki. Þeir hönnuðu hljóðkortið í SNES undir stjórn Kutaragi. Eftir það fékk Kutaragi leyfi til að halda áfram samstarfi við Nintendo. Hann átti að sjá um hönnun geisladrifs fyrir SNES. Aðeins einum degi eftir tilkynninguna slitu Nintendo samstarfi við Sony og skrifuðu undir nýjan samning við Philips. Þetta reyndist afar slæm ákvörðun. Norio Ohga stjórnarformaður Sony varð æfur og lét Kutaragi hanna nýja tölvu sem var algerlega í þeirra umsjá. Tölvan fékk viðurnefnið PSX. Kutaragi ásamt 5 manna liði sem seinna óx í 10 manna hóp unnu á PSX næstu 4 árin. Hún var nefnd PlayStation og kom á japanskan markað
9. september árið 1994. Um 100.000 tölvur voru forpantaðar og nú í dag hafa þær selst í 80 milljónir eintökum út um allan heim. Árið 1996 hóf hann þróun á PlayStation 2. Hún átti að leysa gömlu tölvuna af og vera einskonar “hubb” fyrir heimilið. Hann varð forstjóri Sony leikjadeildarinnar árið 1999 og hefur gengt því starfi síðan. Tölvan kom út með pompi og prakt og seldist í 950.000 eintökum á 3 dögum, sem er talsvert betra en áður. Nú í dag hefur talan aukist um aðrar 29 milljónir.
Það hefur samt ekki fullnægt kröfum Kutaragi. Hann er strax byrjaður að spegúlera hvernig PS3 muni virka og er langt á undan sinni samtíð. Hann hefur jafnvel gagnrýnt sitt eigið fyrirtæki: “Sony is getting old”. Hann telur öll stærri fyrirtækin vera eins. Markmiðið er bara að skila sem mestum hagnaði.
Hann segir það vera ástæðuna hví hann gekk til Sony, fyrirtæki með framsýni. Og í dag segir hann Sony hegða sér nákvæmlega eins og öll hin stórfyrirtækin. Hann hefur einnig skotið köldum commentum á keppinautana, Microsoft og Nintendo.
Í dag skilar SCEI 40% hagnaði Sony samsteypunar og er þá mikilvægt að þeir nái að halda sem hæstu markaðshlutfalli. Eins og Kutaragi orðar það: “We are the child. We will lead, we will be the driver for the rest of the company.”

Takk fyri