Ég las í DV í dag um einstæða móður og öryrkja með tvö börn, eitt reyndar 20 þannig að það getur valla talist barn lengur, en einn ofvirkan strák sem er 15.
Eftir að hafa rennt í gegnum textan blöskraði mér frekar mikið, þessi kona var að reyna að fá þak yfir höfuðið í Reykjavík vegna þess að skóli fyrir strákinn hennar var er fyrir hendi hér en ekki í Sandgerði þar sem hún átti heima, en hún fær enga aðstoð frá félagsmálakerfinu!
Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar fólk hefur ekkert skjólshús, en þegar um ofvirka krakka er að ræða sem mega ekki við hræðslunni og óttanum við óöryggi þá verður auðvitað að gera eitthvað sem fyrst.
Þessi kona hafði funndið eina leiguíbúð á 75-80 þúsund á mánuði og þegar hún bað félagsyfirvöldin um peningaaðstoð fékk hún þau svör að þetta væri of dýrt og þau vildu ekki taka þátt í þessu. EFtir nokkra leit fór hún á gistiheimili þar sem vikan kostar 10 þúsund. Félagsyfirvöld sögðu þá að þau myndu taka þátt í þessu en núna hafa þau ekki enn greitt neitt. Leigandinn mun henda þeim út ef þau borga ekki og hvað eiga þau þá að gera ? Kanski vera bara úti.
Þetta finnst mér lélegt af félagsyfirvöldum í landi þar sem sagt er að lífsskilyrði séu með þeim bestu í heimi, að ofvirkir fái ekki þá aðstoð sem þeir þurfa.
Þess má geta að í núverandi húsnæði (gistiheimilinu) þá skammast strákurinn sín fyrir að dvelja þar og vill ekki bjóða vinum sínum úr skólanum heim með sér.
Kv, Steini