Máttu þeir taka borðann niður? Mikil hefur verið rætt og ritað um störf landsliðsþjálfara okkar Atla Eðvaldssonar. Tveir hressir piltar (sem ég kýs að nafngreina ekki að svo stöddu, en köllum þá Guðna og Jóa) mættu á leik Íslands og Litháen í gær og settu upp borða á vellinum og létu sína skoðun í ljós. Á honum stendur ritað: ÍSLAND Á EM… ÁN ATLA. Voru þeir lengi að föndra þennan stóra og fallega borða. Burðuðust með hann í Laugardalinn og límdu hann á vegginn fyrir framan nýju stúkuna. Skömmu eftir að borðanum hafði verið komið upp fóru starfsmenn á vegum KSÍ og tóku borðann niður. Var það gert á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. Er ekki tjáningarfrelsi á þessu landi? Endilega látið ykkur skoðun í ljós.