Þegar ég byrjaði að fylgjast með íslenskum umræðutöflum um þungarokk, eins og t.d. þessari hérna á huga, tók ég eftir að það voru margir sem voru ekki alveg klárir á því hvað progressive metal væri. Tók ég svolítið eftir því þegar menn voru að ræða um hljómsveitir eins og Dream Theater og Pain of Salvation, að þetta hugtak kom upp í lýsingum á þessum böndum. Þess vegna datt mér í hug að gera tilraun til þess að skilgreina það sem kallað er progressive metal í daglegu tali.

Nokkur einkenni þeirrar tónlistarstefnu sem hefur verið kölluð Progressive Metal eru:

1) Tíðar hraðabreytingar. Oft er um nokkra kafla að ræða í eina og sama laginu.
2) Synkóperaður hrynur (taktslög sem virka úr samhengi og birtast óvænt).
3) Oft löng lög sem brjóta í bága við hina stöðluðu “verse-bridge-chorus” uppbyggingu flestra dægurlaga, þ.m.t. hefðbundinna metal laga.
4) Þungir gítarar/þungur hljómur. Ef að hljómurinn er ekki þungur er allt eins víst að um progressive rock að ræða, en sú stefna er ævagömul. T.d. spiluðu Genesis progressive rock áður en þeir gerðust poppvænir. Aðrir progressive rokk risar eru t.d. Yes, Jethro Tull og Rush (í þyngri endanum þó),
5) Tónlistin er oft tormelt og lagskipt og getur tekið hlustandann nokkurn tíma að melta hana og venjast henni.

Það fór fyrst að bera á þessu hugtaki að einhverju ráði þegar Queensryche kom fram á sjónarsviðið en það festist í raun ekki í sessi fyrr en Dream Theater urðu til, þannig að tónlist Dream Theater hefur lengi verið einkennandi fyrir hina dæmigerðu progressive metal tónlist.

Hitt er svo annað mál að fólk skilgreinir þetta hugtak mismunandi. Sumir vilja meina að hljómsveitir sem eru enn að spila Dream Theater copy- tónlist (og það er fullt af slíkum hljómsveitum til get ég upplýst um) séu bara alls ekkert progressive, þar sem lítið virðist vera um framför og það að gera eitthvað nýtt. Það er líka mjög skiljanlegt en þó verður að taka tillit til þess að þetta hugtak “progressive” hefur verið notað um tónlist sem hefur lítið breyst í nær 30 ár og hugtakið því aðeins heiti á tónlistarstefnu, frekar en bein lýsing á henni. Þess vegna má telja heitið frekar óheppilegt sem slíkt, þar sem orðið sjálft lýsir einhverju sem er breytilegt, en ekki staðnað. En hvað gerum við þá með þá tónlist sem er virkilega progressive, í þeim skilningi að um tónlist sé að ræða sem er í stöðugri þróun? Þetta er nefnilega orðið svolítið ruglingslegt… ekki satt?? :) Menn hafa leyst þetta með því að nota hugtakið “progmetal” fyrir hið týpiska Dream Theater-lega progressive metal, og gefið sjálfu “progressive metal” hugtakinu aðeins lausari tauminn þannig að það nái yfir stærra svið.

Að mínu mati verður samt að fara svolítið varlega með þessar skilgreiningar. Mér finnst t.d. villandi að segja að hljómsveit eins og Opeth sé progressive metal hljómsveit, þar sem ég myndi kalla tónlist þeirra melódískt dauðarokk með progressive áhrifum og dauðarokk almennt talið ekki eiga mikið skylt með “týpisku” progmetali venjulega. Mér finnst heldur ekki nóg að segja að Opeth sé bara melódískt dauðarokk, þar sem tónlist þeirra er nokkuð langt frá hinni dæmigerðu skilgreiningu á melódísku dauðarokki ala Soilwork, In Flames o.þ.h. enda er hægt að heimfæra marga af progressive metal skilgreiningarpunktunum hér að ofan yfir á tónlist Opeth. Að mínu mati er Opeth Melodic Death Metal with Progressive and Athmospheric touches.

En hvað um það, hér fyrir neðan er listi yfir lög sem ég tel ágætt að byrja á vilji menn kynna sér progressive metal.

Mínar ráðleggingar:
Dream Theater – Images and Words platan. Platan sem byrjaði þetta allt saman. Uppáhaldsplata mín - ever.
Dream Theater - Awake platan - fyrir þá sem vilja sitt metal þungt að staðaldri. Lögin “The Mirror” og “Lie” eru meðal þyngstu laga DT, svo það er ágætt að byrja þar. Lagið “Voices” er einnig nokkuð tense (miklu lengra og e.t.v. týpiskara fyrir DT).
Dream Theater - A Change of Season lagið. 23 mínútur af hreinni snilld út í gegn.
Ekki væri heldur úr vegi að hlusta á lagið “The Glass Prison” af nýjustu plötunni, Six Degrees of Inner Turbulance.

Liquid Tension Experiment - “Paradigm Shift” af fyrstu plötunni. Instrumental prog.

Zero Hour – “Stratagem” af Towers of Averice. http://www.lasercd.com/merchant/lasercd/soundfiles/stra tagem.mp3
Bassinn og gítararnir eiga eftir að dáleiða þig… Söngvarinn einnig með þeim betri í faginu.

Pain of Salvation - “Beyond the Pale” af Remedy lane
Pain of Salvation - “Perfect Element” af The Perfect Element part I
Pain of Salvation - “Spirit of the Land” + “Inside” og svo “Inside Out” af One Hour by the Concrete Lake. Sérstaklega “Inside Out”.
Pain of Salvation - “Nightmist” af Entropia
Pain of Salvation er ekki týpisk progressive metal hljómsveit, og skilgreinir sjálfa sig ekki sem slíka, þó svo að hljómplötufyrirtæki þeirra og aðdáendur hafi gert það.

Biomechanical - http://www.biomechanical.co.uk

Sun Caged – “Secrets of Flight” - http://24.76.52.248/suncaged/mp3/sun_caged_-_secrets_of _flight_(demo).mp3

Beyond Twilight - “The Devil's Hall of Fame” af samnefndri plötu. Langt lag sem er ekki týpiskt progmetal lag, en inniheldur nokkrar skemmtilegar pælingar og er kaflaskipt.

Shadow Gallery - “Mystery” af Tyranny. Shadow Gallery notar óspart vocal harmonies, ala Queen, svo ef menn þola slíkt ekki then stay away.

ARK – “Heal the Waters” af Burn the Sun.

Behind the Curtain - “Dreaming of a Way” af Til Birth Do Us Part. Þetta er allt öðruvísi en DT, með allt öðruvísi söngvara.

Er þetta ekki ágætt til þess að byrja með?? :)

Þorsteinn
Resting Mind concerts