Alls ekki kóa með henni, þá gerir þú illt verra. Ef þú veist að hún hefur stolið, þá dregur þú hana á eyrunum í búðina og lætur hana skila því. Ef þeir vilja kæra, þá leyfir þú þeim að kæra og sýnir ekkert nema samvinnuvilja. Það er eina leiðin til að hún læri eitthvað af þessu. Hún er ekki sakhæf ennþá en ef hún heldur þessu áfram þá verður hún það á endanum og ekki viltu þurfa að heimsækja hana í Kvennafangelsið í Kópó? Ef þetta hjálpar ekki og hún er ennþá stelandi og ljúgandi, þá kannski...