Ég veit að greinin er ekki löng en ég vona að hún sé samt góð og ég vona líka að hún verði ekki sett inn á korkinn heldur inn sem grein :Þ

Mal:
Einu dýrin sem mala eru kettir af kattaættinni Felidae og eru tegundirnar 36.
Það hefur ekki enn fundist sú skýring af hverju og hvernig kettir mala en oftast er nú sagt að það sé vegna þess að þeim líður vel. Kettir hafa þó malað á meðan þeir gjóta eða eru særðir svo að þessi staðhæfing er ekki alveg rétt.
Það eru líkar ýmsar hugmyndir um hvernig kettir mala. Sumir telja að loft fari um raddböndin og búi til þetta mal hljóð. Önnur tilgáta er að hljóðið stafi af titringi í bláæð í brjóstholinu.
Heimiliskötturinn og gaupan eru dæmi um kattategundir sem mala bæði við inn- og útöndun en ljón eru dæmi um kattategundir sem mala bara við útöndun.

Heimildir: www.visindavefur.hi.is
Shadows will never see the sun