Ég hef ekki hugmynd um hvort það sé ennþá herskylda, bara veit að það var ennþá í kringum '96. Danmörk var held ég ekki á listanum sem ég benti Gunna á hér að ofan yfir lönd með herskyldu en það gæti líka verið vegna þess að þeir draga númer og ekki nema ca. 30% lenda í hernum. Ég veit að Þjóðverjar voru að íhuga svipað kerfi, enda komnir í vandræði með að koma öllum þeim fyrir sem eru á herskyldualdri með þeim afleiðingum að herþjónusta dregst oft úr hófi og þeir eru að kalla inn menn sem...