Biddu foreldra þína að ræða þetta við skólastjórann og athuga hvort þú getir fengið að taka samræmda prófið í dönsku núna strax og sleppa við þessa tíma restina af grunnskólanum. Þegar þú ferð í framhaldsskóla, þ.e. ef þú hefur ekki ryðgað ennþá meira í millitíðinni, kannski bara skreppur til Danmerkur í frí eða eitthvað til að ná þér upp aftur eða leitar að einhverju dönsku námsefni á vefnum, þá áttu að geta tekið stöðupróf og fengið alla dönskuáfanga metna inn í framhaldsskóla og sloppið...