Vel sloppið í verslunarmiðstöðinni.
þessi saga á að gerast í Tuttle Crossing mall í Columbus Ohio.
Sagan segir að kona kom að bílnum sínum með sprungið dekk. Þegar hún var að brasa við það að skipta um dekk kemur maður til hennar og hjálpar henni, þegar þau eru svo búin að skipta þá biður hann hana um að skutla sér í bílinn sinn sem var lagt hinumegin við verslunarmiðstöðina hún var treg til og þegar maðurinn hélt áfram að biðja þá afsakaði hún sig og sagðist eiga eftir að versla meira. hún fór svo beint til öriggisvarðar verslunarinnar og hann filgdi henni aftur að bílnum sínum, maðurinn var horfinn. konan fer svo með sprungna dekkið á verkstæði og sér bifvélavirkinn það sraxs að skorið hefði verið í dekkið, þau fundu einnig skjalatösku mansins í skottinu hjá henni en í henni voru einungis kaðall og stór hnífur. þessi saga er ekki sönn, hún hefur allavegna ekki átt sér stað í Tuttle Cross Mall þar sem ransókn var gerð á málinu þar og kom ekkert í ljós.

Ert ekki feginn að þú kveiktir ekki ljósin?
Þessi saga er til í mörgum útgáfum og hefur einnig verið notuð í bíomyndir og er lýklegast að engu leiti sönn.
Sögurnar eru að mestuleiti eins og fjallar um tvo herbergisfélaga í háskóla, annar fer út að skemta sér og kemur mjög seint heim. til að vekja ekki herbergisfélagann staulast hann að rúminu sínu og fer að sofa. morguninn eftir þegar hann vaknar er búið að slátra herbergis félaganum og stendur skrifað með blóði hans á veggin Ert ekki feginn að hafa ekki kveikt ljósið? það var verið að drepa herbergisfélagann þegar hann kom heim.

Lýkið í rúminu
Vel útbreidd saga og er öruglega ekki sönn frekar en aðrar svona sögur.
Nýgift hjón gista á hóteli í las vegas í brúðkaupsferðinni sinni og stuttu eftir komuna fara þau að finna skrýtna lykt í herberginu. Þrátt fyrir að loftræsta herbergið verður lyktin verri og verri. þau kvarta við hótelið og herbergið er þrifið hátt og lágt, allt kemur fyrir ekki og lyktin heldur áfram að stigmagnast. hjónin taka sig til og leita í herberginu og ná loksins að einangra hana við rúmið. þegar maðurinn færir svo efri dýnuna á rúminu kemur í ljós holrúm í neðri dýnunni þar sem lýk hafi verið falið.

Hvað var hundurinn að naga?
Hjón fara út að borða og skemta sér og koma heim seint og um síðir þegar þau labba inn sjá þau doberman hundin þeirra inni í stofu að kafna á einhverju. Þar sem maðurinn var svo fullur dó hann bara í sófanum en konan hringir í vin sinn sem er dýralæknir og fær að koma með hundinn yfir þrátt fyrir hvað það var seint. eftir að hafa skutlað hundinum yfir ákveður hún að fara heim og koma manninum í rúmið. það tekur hana langann tíma að vekja hann og svo byrjar hún að drösla honum upp stigann, þá hringir síminn og konan freistast til þess að svara ekki en ákveður að fara í síman þar sem enginn mindi hringja svona seint ef það væri ekki áríðandi. þegar hún svara heyrir hún rödd vinar síns öskra á hinni línunni að hún eigi að drífa sig út og hann hafi ekki tíma til að útskýra meira. konan dröslar manninum með sér út og mætir þá löggunni á bílastæðinu. eftir smá stund kemur svo dýralæknirinn og spyr hvort að þeir hafi náð manninum, konan sem orðin var frekar pirruð spyr hvað hann er að meina og segir hann henni þá að hundurinn hafi verið að kafna á mansfingri. stuttu seinna kemur lögreglan út með mann sem hafði verið að fela sig í hjónaherberginu, og nema hvað það vantaði á hann puttann.

tekið af vefnum http://urbanlegends.about.com/cs/horrors/